Allar fréttir

Mánudagur, 11. desember 2017

Föstudaginn 24 nóvember var tekin formlega í notkun skólphreinsistöð af fullkominni gerð við Brautarholt að viðstöddum góðum gestum. Stöðin mun þjóna þéttbýliskjarnanum í Brautarholti ásamt tjaldsvæði og gistiþjónustu sem þar er rekin. Börkur Brynjarsson verkfræðingur hjá Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita er aðalhönnuður mannvirkisins. Verktaki var Georg Kjartansson á Ólafsvöllum. Með tilkomu hreinsistöðvarinnar er stigið gott framfaraskref í umhverfismálum sveitarfélagsins. Næg afkastageta er í stöðinni til að mæta vexti á svæðinu.

Mánudagur, 11. desember 2017

Flúðaskóli óskar eftir stuðningsfulltrúa í 65% starf frá og með 1. janúar 2018.  
Í starfinu felast m.a. létt þrif, aðstoð við nemendur og gæsla í frímínútum. Við erum að leita að jákvæðri manneskju sem hefur gaman af því að vera með börnum í leik og starfi. Starfið hentar jafnt körlum sem konum.

Vinnutími er mánudaga til fimmtudaga frá 8:30 til 13:45 og föstudaga frá 8:30 til 12:30.

Launkjör eru samkvæmt kjarasamningi Foss og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til og með 20. desember 2017.

Sr. Eiríkur talar við börnin í Árnesi
Föstudagur, 8. desember 2017

            Aðalskipulagsmál Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr.

Vetrarríki í Árnesi
Fimmtudagur, 16. nóvember 2017

Fréttabréf nóvembermánaðar er komið út og hægt að lesa hér. Ýmislegt að vanda sem hægt er að lesa.

Þjórsárskóli í vetrarbúningi
Miðvikudagur, 15. nóvember 2017

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf. Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita er byggðasamlag sveitarfélaganna Grímsnes- og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Flóahrepps og Ásahrepps sem hefur það hlutverk að annast lögbundin verkefni byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa auk verkefna sem varða umhverfis- og tæknimál.

Vindmylla LV á Hafinu í Skeiða og Gnúpverjahreppi
Mánudagur, 13. nóvember 2017

Auglýst er eftir aðstoðarskólastjóra í fullt starf við Tónlistarskóla Árnesinga
frá 1. janúar 2018. Stjórnunarhlutfall er um 85%, kennsluskylda 15%.

Að Tónlistarskóla Árnesinga standa öll átta sveitarfélög Árnessýslu og er hann einn stærsti og umsvifamesti tónlistarskóli
landsins. Starfsemi skólans fer fram á tólf stöðum í sýslunni. Fjöldi nemenda er um 500 og um 30 kennarar starfa að jafnaði við
skólann.

Göngustafur Brynjúlfs Jónssonar og mataraskur frá Kiðjabergi
Mánudagur, 13. nóvember 2017

Boðað er til 51. fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps Árnesi miðvikudaginn 15. nóvember 2017  kl. 14:00.

Dagskrá:

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.      Fjárhagsáætlun 2018-2021. Umfjöllun.

2.      Gjaldskrá Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2018.

3.      Rauðikambur ehf. Samingar um landsvæði í Þjórsárdal.

4.      Endurskoðun svæðisáætlunar um úrgang.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Laugardagur, 11. nóvember 2017

Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og framkvæmdarstjóri Umhverfisráðgjafar Íslands ehf, Environice flytur fyrirlestur um fatasóun laugardaginn 11. nóvember kl.14:00 í Árnesi. 

Hann fer yfir umhverfisáhrifin sem fataframleiðsla hefur í för með sér og endurnýtingu á textílvörum.

Tvisvar í sömu fötin... er það í lagi?
Fimmtudagur, 9. nóvember 2017

Skeiða-og Gnúpverjahreppur keppir í Útsvari á föstudaginn 10. nóv. á móti Dalvíkurbyggð. Anna Kristjana Ásmundsdóttir, Stóru-Mástungu 1, Bjarni Rúnarsson, Reykjum  og Steinþór Kári Kárason frá Háholti taka þátt í leiknum  og við hvetjum sem flesta að mæta í sjónvarpið að sjálfsögðu og styðja okkar fólk. Þar er nóg pláss keppnin hefst kl 20:00. Mæting í salinn ekki síðar en kl 19:30. Möguleiki ér á hópferð, Hafið samband við Kiddu eða Kristófer með það fyrir kl 13:00 föstudag. 

Anna Kristjana Ásmundsdóttir, liðsstjóri
Þriðjudagur, 7. nóvember 2017

Þeir sem hafa  fengið boraðar holur fyrir lífræna úrganginn  hér í sveitarfélaginu eru góðfúslega beðnir um að láta vita á skrifstofuna í síma  486-6100 eða kidda@skeidgnup.is  ef vantar að gera nýjar  fyrir veturinn. -  Bendum einnig á að gott er að hella "ensími"  ofan á úrganignn í holunni  (fæst í Árborg) það flýtir  mikið fyrir rotnun, þá endast þær mun lengur.

Fjós í byggingu  í Gunnbjarnarholti

Pages