Allar fréttir

Mánudagur, 25. september 2017

Auglýst er eftir öflugum stjórnanda til að leiða faglegt tónlistarstarf og halda þétt utan um rekstur eins stærsta
og umsvifamesta tónlistarskóla landsins. Ráðið er í stöðuna til fimm ára.

Starfs- og ábyrgðarsvið

Í Gjánni haustið 2017
Mánudagur, 25. september 2017

Almennur smaladagur er 30. september  og skilarétt í Skaftholtsréttum þann 01. október 2017 kl. 10:00. Bændum ber að hreinsa vel heimalönd sín af öllu óskilafé og koma því í réttir.

Fjallskilareglugerð 1996  hér 

Fjallskilareglugerð 2012  hér

Í Skaftholtsréttum 2017
Sunnudagur, 24. september 2017

Leikskólinn Leikholt óskar eftir að ráða leikskólakennara í 77,5% stöðu með möguleika á breyttu starfshlutfalli. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf  sem fyrst. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í skólanum. Staðan er afleysingarstaða ásamt föstum tímum inn á yngri deildinni (1 árs til 2ja ára).

Menntun og hæfniskröfur:

Brautarholt
Föstudagur, 22. september 2017

Laus hross á eru á þjóðvegi nr 32 Þjórsárdalsvegi, litlu neðar en Árnes.  Sáust á Kálfárbrúnni nú í morgunsárið. Hrossaeigendur eru beðnir að litast um í högum sínum og kanna hvort öll eign þeirra þar sé ekki til staðar.

 

Hver á þetta hross?
Miðvikudagur, 20. september 2017

Skeiða – og Gnúpverjahreppur óskar eftir aðilum til að reka fjallaskálann í Hólaskógi á Gnúpverjaafrétti árið 2018 möguleiki er á framlengingu. Um er að ræða tveggja hæða hús í góðu ástandi, byggt úr timbri árið 1998.  Gistirými er fyrir allt að 60 manns. Flatarmál hússins er samtals 268,6 fermetrar eða 856 rúmmetrar. Það stendur á 2.500 fermetra lóð.

Gamli leitamannakofinn í Hólaskógi
Mánudagur, 18. september 2017

Fundarboð 47. fundar sveitarstjórnar 20 september 2017 kl 14:00 

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.     Hvammsvirkjun. Mat á aðstæðum og framkvæmdaáformun.

2.     Snjómokstur útboðsgögn.

3.     Neslaug leiga. Seinni umræða.

4.     Erindi frá Samgöngu og sveitarstj.ráðuneyti. Varðar sameiningar.

5.     Nónsteinn ákvörðun um framhald rekstrar.

6.     Ríkiskaup aðildarsamningar.

7.     Umsókn South sentral um lóð við Malarbraut við Brautarholt.

Föstudagur, 15. september 2017

Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð í dag,  föstudaginn 15. september.  Starfsmönnum er gefinn kostur á að fara í  Skaftholtsréttir, ef erindi eru verulega brýn má senda póst á kristofer@skeidgnup.is

Sumarið 2017
Fimmtudagur, 14. september 2017

Fjárréttir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi 2017 Skaftholtsréttir, föstudaginn 15. september. Fé rekið inn kl. 11:00. Reykjaréttir, laugardaginn 16. september. Fé rekið inn kl. 09:00. Ökumenn eru beðnir að sýna þolinmæði því óhjákvæmilegar tafir vegna fjárrekstra verða á vegi 32 - Þjórsárdalsvegi.

Föstudag 15. sept. verða tafir á Þjórsárdalsvegi nr. 32  vegna fjárrekstra. - Fossnes—Skaftholtsréttir kl. 07:30 til kl. 13:00 (hjáleið þó  fær um Löngudælaholt og Hamarsheiði)  "gamla veginn." 

Flóa og Skeiðasafn í Skaftholtsréttum
Mánudagur, 11. september 2017

Fréttabréf september  með aukablaði er komið út LESA HÉR . Það er stútfullt af lesefni. Staða undirbúnings  og framkvæmda Hvammsvirkjunar, bls.6,  grein um könnun og flokkun úrgangs bls.3. Leikfimi fyrir komur,  bl.5 og 22, heita vatnið í Áshildarmýri, staða framkvæmda  Búrfellsvirkjunar að hausti, frá Hrunaprestakalli, menn og málefni og margt fleira.

Hluti Flóa og Skeiðasafnsins
Sunnudagur, 3. september 2017

Fundarboð
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudginn 6 september 2017 kl. 14:00.
Dagskrá:
Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :
1. Kosning fulltrúa á aðalfund SASS 19 - 20 október nk.
2. Svæðisskráning fornleifa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
3. Fráveitur. Tilmæli til stjórnvalda varðandi virðisaukaskatt.
4. Snjómokstur. Samningar að renna út. Umræða um framhald.
5. Veiðiréttur í Fossá. Umræður- ákvörðun um útboð.
6. Samingur við Eyþór Brynjólfsson um rekstur Neslaugar.

Pages