Allar fréttir

Mánudagur, 30. október 2017
Á kynningartíma frummatsskýrslu vegna Hvammsveikjunar um áhrif á ferðaþjónustu og útivist bárust 6 umsagnir og 35 athugasemdir frá almenningi og fálagasamtökum  Lesið hér.
Lítill foss í Gjánni
Laugardagur, 28. október 2017

Kjörfundur  vegna Alþingiskosninga fer fram laugardaginn 28. október. Kjörfundur hefst kl. 10:00  og lýkur  22:00. Kosið verður í Þjórsárskóla. Kjósendur eru minntir á að hafa með sér persónuskilríki  með mynd  og framvísa ef óskað er. 

Kjörstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps.

Þessi er ættaður frá Húsavík
Föstudagur, 13. október 2017

Fréttabréf  októbermánaðar er komið út. LESA HÉR   Fréttir, fundarboð, augýsingar og ýmislegt fleira ásamt skemmtilegum myndum af börnunum í gunn- og leikskóla og heimsókn kvenna í Búrfellsstöð.

Nýtt gólf var lagt í Stóra-Núpskirkju fyrr á árinu
Fimmtudagur, 12. október 2017

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að endurskoðun eftirfarandi aðalskipulagsáætlana áður en þær verða teknar til afgreiðslu í sveitarstjórn:

Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Heildarendurskoðun

Aðstaða þar sem gestir geta sest niður  við Stöng í Þórsárdal
Þriðjudagur, 10. október 2017

Myndlistarnámskeið Listrýmis í Listasafni Árnesinga hófust haustið 2015 og hafa verið í stöðugri þróun til að koma til móts við óskir og þarfir samfélagsins á Suðurlandi. Markmiðið er að bjóða upp á námskeið í hinum ýmsu greinum myndlistar, í heimabyggð og fyrir alla.

Listaverk nemenda þjórsárskóla  vorið  2017
Þriðjudagur, 10. október 2017

Í tilefni af evrópska menningarminjadeginum 2017 sem ber yfirskriftina Maður og náttúra verður tekið á móti gestum á milli kl 12 og 16 þann 14. október í Laugarvatnshellum í Bláskógabyggð. Hellarnir tveir hafa verið höggnir í móberg í Reyðarbarm ofan Laugarvatnsvalla, miðja vegu milli Laugarvatns og Þingvalla. Hellarnir hafa í gegnum tíðina verið í alfaraleið á milli Suður- og Vesturlands og hafa löngum verið notaðir sem áningarstaður, afdrep fyrir gangnamenn og sem fjárhellar. Í upphafi 20.

Minjar og náttúra á Íslandi
Mánudagur, 9. október 2017

Auglýst er eftir öflugum stjórnanda til að leiða faglegt tónlistarstarf og halda þétt utan um rekstur eins stærsta
og umsvifamesta tónlistarskóla landsins. Ráðið er í stöðuna til fimm ára og usóknarfrestur rennur út í kvöld kl. 24:00

Starfs- og ábyrgðarsvið

Í Gjánni haustið 2017
Miðvikudagur, 4. október 2017

Skrifstofa sveitarfélagsins er lokuð dagana 5. og 6. október þar sem starfsmenn sitja fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í Reykjavík. Ef erindi eru brýn má senda póst á kristofer@skeidgnup.is eða hringja í síma 861-7150. Sími hjá Ara Einarssyni í  Áhaldahúsinu er 893-4426.

Sumarblóm við félagsheimilið Árnes
Miðvikudagur, 4. október 2017

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

Gróinn garður
Laugardagur, 30. september 2017

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikdaginn 04. október 2017  kl. 11:00. 

 Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.     Aðalskipulagsdrög 2017-2020- umfjöllun um tiltekið efni.

2.     Erindi frá veiðfélagi Stóru-Laxár. Varðar fiskirækt.

3.     Umboð- Kjörskrá vegna alþingiskosninga 28 október 2018.

4.     Hólaskógur – umsækjendur um rekstur.

5.     Yfirfasteignamatsnefnd- varðar vindmyllur.

6.     Skipulagsnefnd. 141 fundur.

Í Skaftholtsréttum 2017

Pages