Allar fréttir

Fimmtudagur, 21. desember 2017

Leikskólinn Leikholt óskar eftir að ráða leikskólakennara í 60% stöðu með möguleika á breyttu starfshlutfalli. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf  29. janúar 2018 eða eftir samkomulagi.  Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í skólanum. Staðan er inn á yngri deildinni Heklu (1 árs til 2ja ára).

Menntun og hæfniskröfur:

Leikskólinn Leikholt
Sunnudagur, 17. desember 2017
Vegna mistaka er grein númer 4 í gjaldskrá sorpþjónustu 2018 ekki rétt í fundargerð frá 6 desember sl.og þar af leiðandi einnig röng í fréttabréfi.
Greinin er eftirfarandi :  
„Dýrahræ  40 kr kg.   Dýragámar verða inni á gámasvæðum. Óski menn eftir því að losna við hræ utan afgreiðslutíma  kostar það  12.000 kr. opnun. 
Lagt verður til að greinin verði formlega tekin fyrir á næsta fundi og bókuð að nýju.
Árnes
Fimmtudagur, 14. desember 2017

Fréttabréfið er komið út  og kemur í póstkassann  föstudaginn 15. desember. LESA HÉR  Lífsferill gallabuxna, fundargerðir sveitarstjórnar, auglýsingar, fréttir ofl. 

Gaman í Leikholti
Mánudagur, 11. desember 2017

Föstudaginn 24 nóvember var tekin formlega í notkun skólphreinsistöð af fullkominni gerð við Brautarholt að viðstöddum góðum gestum. Stöðin mun þjóna þéttbýliskjarnanum í Brautarholti ásamt tjaldsvæði og gistiþjónustu sem þar er rekin. Börkur Brynjarsson verkfræðingur hjá Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita er aðalhönnuður mannvirkisins. Verktaki var Georg Kjartansson á Ólafsvöllum. Með tilkomu hreinsistöðvarinnar er stigið gott framfaraskref í umhverfismálum sveitarfélagsins. Næg afkastageta er í stöðinni til að mæta vexti á svæðinu.

Mánudagur, 11. desember 2017

Flúðaskóli óskar eftir stuðningsfulltrúa í 65% starf frá og með 1. janúar 2018.  
Í starfinu felast m.a. létt þrif, aðstoð við nemendur og gæsla í frímínútum. Við erum að leita að jákvæðri manneskju sem hefur gaman af því að vera með börnum í leik og starfi. Starfið hentar jafnt körlum sem konum.

Vinnutími er mánudaga til fimmtudaga frá 8:30 til 13:45 og föstudaga frá 8:30 til 12:30.

Launkjör eru samkvæmt kjarasamningi Foss og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til og með 20. desember 2017.

Sr. Eiríkur talar við börnin í Árnesi
Föstudagur, 8. desember 2017

            Aðalskipulagsmál Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr.

Vetrarríki í Árnesi
Fimmtudagur, 16. nóvember 2017

Fréttabréf nóvembermánaðar er komið út og hægt að lesa hér. Ýmislegt að vanda sem hægt er að lesa.

Þjórsárskóli í vetrarbúningi
Miðvikudagur, 15. nóvember 2017

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf. Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita er byggðasamlag sveitarfélaganna Grímsnes- og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Flóahrepps og Ásahrepps sem hefur það hlutverk að annast lögbundin verkefni byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa auk verkefna sem varða umhverfis- og tæknimál.

Vindmylla LV á Hafinu í Skeiða og Gnúpverjahreppi
Mánudagur, 13. nóvember 2017

Auglýst er eftir aðstoðarskólastjóra í fullt starf við Tónlistarskóla Árnesinga
frá 1. janúar 2018. Stjórnunarhlutfall er um 85%, kennsluskylda 15%.

Að Tónlistarskóla Árnesinga standa öll átta sveitarfélög Árnessýslu og er hann einn stærsti og umsvifamesti tónlistarskóli
landsins. Starfsemi skólans fer fram á tólf stöðum í sýslunni. Fjöldi nemenda er um 500 og um 30 kennarar starfa að jafnaði við
skólann.

Göngustafur Brynjúlfs Jónssonar og mataraskur frá Kiðjabergi
Mánudagur, 13. nóvember 2017

Boðað er til 51. fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps Árnesi miðvikudaginn 15. nóvember 2017  kl. 14:00.

Dagskrá:

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.      Fjárhagsáætlun 2018-2021. Umfjöllun.

2.      Gjaldskrá Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2018.

3.      Rauðikambur ehf. Samingar um landsvæði í Þjórsárdal.

4.      Endurskoðun svæðisáætlunar um úrgang.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Pages