Allar fréttir

Þriðjudagur, 8. desember 2015

Ákveðið hefur verið að fella niður skólahald í Þjórsárskóla í dag, þriðjudaginn 8. desember. Einnig er Leikskólinn í Brautarholti lokaður í dag, 8. desember. Allt verður vonandi með eðlilegum hætti miðvikudaginn 9. desember.

Þjórsárskóli
Mánudagur, 7. desember 2015

Veðurstofan hefur sent frá sér meðfylgjandi Viðvörun (sjá viðhengi). Veðurspá og  viðvörun sjá hér   Veðurstofunni, sunnudaginn 6. desember 2015 kl. 12:00 Langt suður í hafi er nú lægð í myndun. Hún dýpkar með eindæmum hratt í nótt og er þrýstingi í miðju hennar spáð 944 mb seint annað kvöld og á hún þá að vera stödd suður af Reykjanesi. Á þeirri stundu verður 1020 mb hæðarhryggur skammt N af Scoresbysundi á austurströnd Grænlands og heldur hann á móti lægðinni.

Vetrarveður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Fimmtudagur, 3. desember 2015

Bakvakt almannavarnadeildar vekur athygli á spá veðurstofunnar, sjá tilkynningu Veðurstofunnar í viðhengi. Veðurstofan vill vekja sérstaka athygli á eftirfarandi:  Viðvörun:  Búist er við stormi (meðalvindi yfir 20 m/s) á landinu síðdegis á morgun ( föstudag) og ofsaveðri (meðalvindi yfir 28 m/s) við Öræfajökul, Mýrdalsjökul, Eyjafjöll og í Vestmannaeyjum.

Vetrarveður í Skeiða- og Gnúpverjareppi
Fimmtudagur, 26. nóvember 2015

Faghópur III býður íbúum Ásahrepps, Flóahrepps, Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps  til opins íbúafundar til að ræða samfélagsleg áhrif virkjanakosta í Þjórsá.

Til fundarins boðar faghópur III, sem meta á samfélagsleg áhrif virkjanakosta í þriðja áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar (sjá www.ramma.is).

í Gjánni
Miðvikudagur, 25. nóvember 2015

Örnefnanefnd hefur kveðið upp úrskurð um hver þeirra átta nafna sem tillögur bárust um sé heimilt að nota. Sveitarstjóri sendi nefndinni fyrir hönd  sveitarstjórnar erindi í byrjun nóvember þar sem þess var óskað. 

Tillögurnar eru eftirtaldar : Eystribyggð · Eystrihreppur · Skeiða- og Gnúpverjahreppur · Vörðubyggð · Þjórsárbakkar · Þjórsárbyggð · Þjórsárhreppur  og  Þjórsársveit.

Í sjónarmiðum Örnefnanefndar er getið um seinni nafnliði sveitarfélaga.

Sólarupprás í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Þriðjudagur, 24. nóvember 2015

Haldinn verður kynningarfundur um val á nafni á sveitarfélagið Þann 30. nóvember kl. 20:30. í Árnesi. Oddviti og sveitarstjóri fara yfir  kosningaferlið og svara spurningum. Sömu reglur gilda um þessar kosningar og þegar kosið er til sveitarstjórnar.   Allir  velkomnir.

 

Í Þjórsárdalsskógi
Föstudagur, 20. nóvember 2015

Dagur íslenskrar tungu var haldinn  hátíðlegur mánudaginn 16. nóvember. Að þessu sinni var dagurinn helgaður 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. 3.- 4. bekkur flutti dagskrá um stöðu kvenna á fyrri árum og sögðu frá kvikmyndinni Næturgangan eftir Svövu Jakobsdóttur þar sem vinnukona gerir uppreisn gegn kynjamisrétti. 5.- 7. bekkur tók fyrir ljóð eftir konur í tilefni af 100 ára kosningarétti kvenna.  Þau völdu sjálf ljóðin og fluttu þau.  Einnig var 7. bekkur með tilvísun í ævi Ólínu Jónasdóttur  og sögðu frá hjásetu og leikjum sem börn léku sér í hér áður fyrr.

Nemendur Þjórsarskóla
Þriðjudagur, 17. nóvember 2015

Umhverfisnefnd vill hvetja íbúa Skeiða- og Gnúpverjahrepps að skoða kynningu á Vindmyllugarði þeim sem Landsvirkjun hefur nú þegar haldið hér í sveit og einnig birt á vefsíðu: burfellslundur.landsvirkjun.is. Einnig er staðsettur skjár í Þjórsárstofu, í anddyri Árness, þar sem hægt er að sjá hver umhverfisáhrifin eru talin verða á mjög myndrænan og skýran hátt. Af þeirri vefsíðu er eftirfarandi undir tenglinum kynningartími:

Vindmylla á Hafinu
Fimmtudagur, 12. nóvember 2015

Fréttabréf nóvember 2015 má lesa hér   Þar er ýmislegt að finna eins og fréttir af Skeiðalaug 40 ára, 21. fundargerð sveitarstjórnar,  athugasemdir við bókun,  Hrunaprestakall, þakkir til starfsmanns og margt fleira.

 

 

Þjórsárskóli í sumarblíðunni
Miðvikudagur, 11. nóvember 2015

Uppboð verður haldið hjá Sýslumanninum á Suðurlandi þann 13. nóvember  n.k. kl. 14:00 að Hörðuvöllum 1 Selfossi.  Boðin verða upp tvö hross sem í  óskilum hafa verið í Skeiða- og Gnúpverjahreppi  síðan í sumar og auglýst  hafa verið samkv. lögum. Um er að ræða  brúnan graðhest ca. 7-9 vetra og jarpa meri  ca. 5-6 vetra. Ásdís Halla Arnardóttir,  fulltrúi sýslumanns hefur umsjón með upppboðinu.

Pages