Allar fréttir

Sunnudagur, 19. febrúar 2017

Gaman saman dagurinn verður haldinn laugardaginn 25. febrúar kl. 14:00-17:30. í Þjórsárskóla. Boðið er upp á spil, leiki og skemmtilega afþreyingu fyrir yngri kynslóðina. Einnnig verður öskupokahefðin skemmtilega endurvakin í nýjum og skemmtilegum leik. Á sama tíma mun Hrund Þrándardóttir sálfræðingur frá Sálstofunni mun fjalla um sjálfsmynd og samskipti við börn og unglinga.

Mynd úr myndasafni -  fiðrildi á blómi.
Fimmtudagur, 9. febrúar 2017

Fréttabréfið er komið út þennan mánuðinn og þar er ýmislegt að lesa að venju  lesið hér  Gaman saman dagur, fundarboð, kynning, fréttir úr skólunum, atvinnuauglýsingar, "Láttu ekki deigan síga Guðmundur", Jafnrétti í skólastarfi, Smárafréttir, Pistill um vegamál og margt  fleira.

Láttu ekki deigan síga Guðmundur, nokkrir af leikendum.
Fimmtudagur, 2. febrúar 2017

Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir tilboðum í leigu á félagsheimilinu Árnesi, reksturs á tjaldsvæði við Árnes ásamt rekstri mötuneytis fyrir leikskóla og grunnskóla sveitarfélagsins samkvæmt meðfylgjandi gögnum og öðrum þeim gögnum sem vísað er til.

Verkefnið felst í eftirtöldu :

A. Leiga á félagsheimilinu í Árnesi og því sem fylgir eins og framleiðslueldhús og salarkynni fyrir veitingarekstur sem rúmar allt að 300 manns.

Undanskilið er rými fyrir skrifstofur sveitarfélagsins.

Félagsheimilið Árnes / Þjórsárstofa/stjórnsýsluhús
Fimmtudagur, 2. febrúar 2017

Íslenska gámafélagið hefur gefið út reglur þar sem breytt áhersla er á hvernig úrgangur á að fara í tunnurnar sem losaðar eru á hverju heimili.  Hér meðf.  eru reglurnar sem hægt er að prenta út.

Gjáin í Þjórsárdal
Miðvikudagur, 1. febrúar 2017

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 1. Febrúar 2017  kl. 14:00. Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :

1.    Kostir og gallar sameininga sveitarfélaga. Annars vegar í Árnessyslu. Hinsvegar sveitarfélög meðfram Þjórsá auk Rangarþings Eystra. Vinna við sviðsmyndir sameiningarkosta.

2.    Erindi frá Atla Eggertssyni. Kaup á landi.

3.    Vegagerðin. Beiðni um framkvæmdaleyfi Ísakotsnáma.

4.    Vegagerðin. Beiðni um framkvæmdaleyfi Skáldabúðagryfja.

5.    Viðbragðsáætlun vegna samfélagsáfalla- drög.

Reyniviður  í blóma
Mánudagur, 23. janúar 2017
Auglýsing um skipulagsmál í sveitarfélögunum Rangárþingi ytra og Skeiða - og Gnúpverjahreppi. Samkvæmt 3. mgr. 40. gr  Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt sameiginleg
Þjórsá
Mánudagur, 16. janúar 2017

Þorrablót Gnúpverja verður haldið í Árnesi föstudaginn 20. janúar 2017.  Fyrsta Þorradag. Húsið opnað kl: 20:00 og dagskráin hefst kl: 20:45 Miðaverð: 6.500,- Miðapantanir: Bente s:  892 0626  Bjarni s: 862 4917Pantanir þurfa að berast fyrir þriðjudagskvöldið 17. jan. Fólk er beðið um að stilla miðapöntunum í hóf.  Afhending miða fer fram í Árnesi fimmtudaginn 19.jan milli kl. 18:00 og 20:00. Hægt er að greiða miðana með því að leggja inn á  reikningsnr:  0325-26-1243 kennitala: 181286-3699.

Gerðarlegur hrútur
Fimmtudagur, 12. janúar 2017

Fréttabréf  janúar  er komið úr lesa hér Þorrablótsauglýsing á forsíðu skoðið hana. Skoðið eðluna á bak við eldvélina og  fullt af öðru efni eins og venjulega. 

 

Gleðilegt nýtt ár
Miðvikudagur, 11. janúar 2017

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar varðandi eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: 

1.     Breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, Bláskógabyggð, vegna Brúarvirkjunar í Tungufljóti.

Haust í Þjórsárdal
Mánudagur, 9. janúar 2017

Þessi hryssa er ca 10 vetra, ekki verið á járnum í sumar og  mjög spök. Hefur verið í högum Reykja um þó nokkurn tíma. Hún gæti hafa verið fædd  brún, þar sem aðeins vottar fyrir litnum í faxi og tagli og hún er frekar nett.  Eigandinn er góðfúslega beðinn um að vitja hennar og getur hringt í síma 486-6100 og fengið nánari upplýsingar. 

Grá hryssa  í óskilum að Reykjum

Pages