Allar fréttir

Föstudagur, 9. júní 2017

Hvammsvirkjun. Opið hús verður í félagsheimilinu Árnesi miðvikudaginn 14. júní frá kl. 15:00 til 21:00 og í Stracta Hóteli á Hellu fimmtudaginn 15. júní frá kl. 15:00 til 21:00 til að kynna mat á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar og deiliskipulag vegna virkjunarinnar. Kynnt verður frummatsskýrsla um framkvæmdina og tillaga að deiliskipulagi.

Gróður í Gnúpverjahreppi
Föstudagur, 2. júní 2017

Vinna við aðalskipulag 2017 2029 sendur nú yfir  hér má skoða kort af afrétti og byggð sveitarfélagsins sem er nú í vinnslu og eru íbúar hveattir til að skoða þau og koma með hugmyndir og/eða athugasemdir.

Aðalskipulag 

Tjaldsvæðið við Árnes
Þriðjudagur, 30. maí 2017

Laus staða kennara í  Þjórsárskóla. Kennt er í litlum hópum yngri sér ( 1.-4.) og eldri sér ( 5.-7.). Við leggjum upp úr sjálfbærni, að nýta það efni sem við fáum í Þjórsárdalsskógi og einnig  að gefa gömlum hlutum nýtt líf.

Kennslugreinar eru íþróttir og smíði.

Gerð er krafa um grunnskólakennaramenntun og lipurð

í mannlegum samskiptum. Allt að 70 % staða frá 1 ágúst nk.

 Umsóknarfrestur til 9 júní 2017.

Þjórsárskóli er grænfánaskóli
Miðvikudagur, 24. maí 2017

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi  Aðalskipulagsmál Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingum: 

1.     Breyting á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 vegna Hvammsvirkjunar. Afmörkun lónstæðis.

Dynkur í Þjórsá
Miðvikudagur, 24. maí 2017

Auglýsing um skipulagsmál í sveitarfélögunum Rangárþingi ytra og Skeiða- og GnúpverjahreppiSamkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt sameiginleg tillaga að deiliskipulagi fyrir Hvammsvirkjun.  Hvammsvirkjun, deiliskipulag virkjunar í Þjórsá.

Kjálkaversfossinn
Þriðjudagur, 23. maí 2017

Leikskólinn Leikholt óskar eftir að ráða leikskólakennara í 60-80% stöðu með möguleika á auknu starfshlutfalli þegar líður á vetur. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 8. ágúst eða eftir samkomulagi.  Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í skólanum.

Menntun og hæfniskröfur:

Leikskólinn Leikholt
Fimmtudagur, 18. maí 2017

Laus staða umsjónarkennara í 5 bekk í Þjórsárskóla. Kennt er í litlum hópum yngri sér ( 1.-4.) og eldri sér ( 5.-7.). Við leggjum upp úr sjálfbærni, að nýta það efni sem við fáum í Þjórsárdalsskógi og einnig  að gefa gömlum hlutum nýtt líf. Aðal kennslugreinar eru náttúrufræði, samfélagsfræði og stærðfræði, reynsla er æskileg.

Gerð er krafa um grunnskólakennaramenntun og lipurð í mannlegum samskiptum. Reynsla á yngsta og miðstigi æskileg.

100 % staða frá 1 ágúst nk tímabundið í eitt ár. Möguleiki á framlengingu

 Umsóknarfrestur til 30.maí 2017.

Þjórsárskóli
Miðvikudagur, 17. maí 2017

 „Í hvernig samfélagi vilt þú búa?“ Íbúafundir um mögulega sameiningu sveitarfélaganna í Árnessýslu. Nú stendur yfir greining á kostum og göllum þess að sameina sveitarfélögin í Árnessýslu í eitt sveitarfélag. Verkefninu er stýrt af samstarfsnefnd sveitarfélaganna og ráðgjafarsviði KPMG. Boðað er til íbúafunda vegna þessa verkefnis í hverju sveitarfélagi fyrir sig:

Bláskógabyggð – Aratunga í Reykholti – fimmtudaginn 18. maí kl. 19:30

Grímsnes- og Grafningshreppur – Borg í Grímsnesi – mánudaginn 22. maí kl. 19:30

Íslensk hönnun
Mánudagur, 15. maí 2017

Ágæti viðtakandi, Nú er tækifæri til að sitja málþing og fræðast um velferðartækni.   Á síðustu fimm til sjö árum hefur velferðartækni fengið stöðugt meiri athygli með tilliti til stjórnmála og fjölmiðla á Norðurlöndunum, en þrátt fyrir mikinn áhuga og aukna athygli hefur ekki eins mörgum lausnum verið hrundið í framkvæmd eins og við var búist.  Þau rúmlega 1.200 norrænu sveitarfélög sem um ræðir eiga í erfiðleikum með að breyta áhuga og tilraunaverkefnum, í nýja starfsvenju bæði fyrir starfsfólk og þjóðfélagsþegna.  

Ungmenni í útiveru
Sunnudagur, 14. maí 2017

Fréttabréf Skeiða- og Gnúpverjahrepps er komið út og er stútfullt af ýmis konar efni LESA HÉR  Fréttir af fólki og hitt og þetta.

Sundleikfimi hjá eldri borgurum

Pages