Allar fréttir

Þriðjudagur, 11. apríl 2017

Fréttabréf apríl er komið út og stútfullt af alls konar efni  lesa hér   Auglýsing um Uppsprettu 2017 og Páskabingó Kvenfélgas Gnúpverja. Fréttir af framkvæmdum við Búrfell, fréttir úr skólunum, sveitarstjórapistill, úrslit Uppsveitadeildarinnar, fréttir af Héraðsleikum  og bendi sérstaklega á könnun sem auglýst er á bl. 21 og hægt er að svara á heimasíðu sveitarafélgasins skeidgnup.is ( hér til hliðar)  í dag og á morgun um sameinginu sveitarfélaga og svo er margt, margt fleira.

Uppsprettan 2017
Mánudagur, 3. apríl 2017

Könnuninni verður hægt að svara til  og með 17. apríl 2017Öll sveitarfélögin í Árnessýslu vinna nú saman að sviðsmyndagreiningu í tengslum við mögulega sameiningu sveitarfélaganna. Ráðgjafarsvið KPMG sér um framkvæmd verkefnisins en gert er ráð fyrir að vinnunni verði lokið nk. haust og í framhaldinu verði niðurstaða verkefnisins tekin til umræðu í sveitarstjórnum í sýslunni. 

Gaman saman
Mánudagur, 27. March 2017

Auglýsing um skipulagsmál í sveitarfélögunum Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 sem nær til ofangreindra sveitarfélaga:

Hvammsvirkjun, deiliskipulag virkjunar í Þjórsá.

Kjálkaversfoss í Þjórsá
Fimmtudagur, 23. March 2017

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi  Aðalskipulagsmál.  Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulag:

1.     Endurskoðun Aðalskipulags Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029.

Vorið kemur senn
Mánudagur, 13. March 2017

Fréttabréf mars  er komið út og hægt að lesa hér  Mikið er um að vera í samfélaginu um þessar mundir og ber Fréttabréfið þess merki. Þar má sjá auglýsingar um hjónaballið í Brautarholti, tónleika, námskeið,  fundi  og leiksýningar. Einnig vantar fólk í vinnu hér í sveitarfélaginu.

Öskudagur í Leikholti
Föstudagur, 3. March 2017

Á næsta morgunverðarfundi N8  sem haldinn verður  miðvikudaginn 8. mars  2017 á Grand-hótel kl. 08:15 - 10:00 verður m.a. fjallað um nýjustu rannsóknir sem sýna aukna einmanakennd meðal íslenskra ungmenna.  Erindin flytja þau Ingibjörg Eva Þórisdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum & greiningu, Bóas Valdórsson, sálfræðingur í MH og Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis.  Fundarstjóri er Bryndís Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og fundurinn er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir.

Hjálp í Þjórsárdal
Sunnudagur, 19. febrúar 2017

Gaman saman dagurinn verður haldinn laugardaginn 25. febrúar kl. 14:00-17:30. í Þjórsárskóla. Boðið er upp á spil, leiki og skemmtilega afþreyingu fyrir yngri kynslóðina. Einnnig verður öskupokahefðin skemmtilega endurvakin í nýjum og skemmtilegum leik. Á sama tíma mun Hrund Þrándardóttir sálfræðingur frá Sálstofunni mun fjalla um sjálfsmynd og samskipti við börn og unglinga.

Mynd úr myndasafni -  fiðrildi á blómi.
Fimmtudagur, 9. febrúar 2017

Fréttabréfið er komið út þennan mánuðinn og þar er ýmislegt að lesa að venju  lesið hér  Gaman saman dagur, fundarboð, kynning, fréttir úr skólunum, atvinnuauglýsingar, "Láttu ekki deigan síga Guðmundur", Jafnrétti í skólastarfi, Smárafréttir, Pistill um vegamál og margt  fleira.

Láttu ekki deigan síga Guðmundur, nokkrir af leikendum.
Fimmtudagur, 2. febrúar 2017

Íslenska gámafélagið hefur gefið út reglur þar sem breytt áhersla er á hvernig úrgangur á að fara í tunnurnar sem losaðar eru á hverju heimili.  Hér meðf.  eru reglurnar sem hægt er að prenta út.

Gjáin í Þjórsárdal
Fimmtudagur, 2. febrúar 2017

Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir tilboðum í leigu á félagsheimilinu Árnesi, reksturs á tjaldsvæði við Árnes ásamt rekstri mötuneytis fyrir leikskóla og grunnskóla sveitarfélagsins samkvæmt meðfylgjandi gögnum og öðrum þeim gögnum sem vísað er til.

Verkefnið felst í eftirtöldu :

A. Leiga á félagsheimilinu í Árnesi og því sem fylgir eins og framleiðslueldhús og salarkynni fyrir veitingarekstur sem rúmar allt að 300 manns.

Undanskilið er rými fyrir skrifstofur sveitarfélagsins.

Félagsheimilið Árnes / Þjórsárstofa/stjórnsýsluhús

Pages