Allar fréttir

Laugardagur, 24. júní 2017

Frá Afréttarmálanefnd Gnúpverjaafréttar og Afréttarmálafélagi Flóa og Skeiða.

Afréttirnir milli Stóru-Laxár og Þjórsár þ.e. Flóa og Skeiðamannaafréttur og Gnúpverjaafréttur opna 27.júní til upprekstrar.

Úr Gjánni í Þjórsárdal
Föstudagur, 23. júní 2017

Það kannast margir við að trjágróður getur byrgt sýn í umferðinni. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur tekið umræðu um þá hættu sem getur stafað af trjágróðri á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu þar sem vegir mætast.  Hefur þegar verið tekið til við að fella tré á stöðum þar sem þetta er greinilegt vandamál. Leitað hefur verið samráðs við landeigendur og Vegagerðina í þeim efnum.  Á myndunum má sjá hvar fækkað hefur verið Öspum við afleggjarann að Votumýri við Skeiða- og Hrunamannaveg.

Fimmtudagur, 22. júní 2017

Sótrautt mertrippi er í óskilum á Brúnum  í Gnúpverjahreppi síðan 21. júní. Hún er ung að árum,  líklega um  tveggja vetra. Ekkert örmerki hefur fundist í henni en hún er spaklát. Eigandi er gófúslega beðinn um að sækja hana en frekari upplýsingar eru i síma 486-6100.

Hryssa í óskilum
Fimmtudagur, 15. júní 2017

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Skeiða-og Gnúpverjahreppur, Flóahreppur og Ásahreppur   Aðalskipulagsmál   Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: 

1.     Breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 innan þéttbýlisins Árnes.

Árnes
Mánudagur, 12. júní 2017

Fréttabréf júnímánaðar er komið út  LESA HÉR Stútfullt af ýmis konar fréttum og pistlum. Uppsprettan. Hátíðarhöld 17. júní, Kynnignarfundur Landsvirkjunar  14. júní, Skólafréttir, Brokk og skokk, frá Umhverfisnefnd, útskrifarfréttir, opið bréf til íbúa og sveitartjórnar, frá Hrunaprestakalli og Skálholtsstað og margt fleira.

 

Útskrift Leikholts 2017
Föstudagur, 9. júní 2017

Hvammsvirkjun. Opið hús verður í félagsheimilinu Árnesi miðvikudaginn 14. júní frá kl. 15:00 til 21:00 og í Stracta Hóteli á Hellu fimmtudaginn 15. júní frá kl. 15:00 til 21:00 til að kynna mat á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar og deiliskipulag vegna virkjunarinnar. Kynnt verður frummatsskýrsla um framkvæmdina og tillaga að deiliskipulagi.

Gróður í Gnúpverjahreppi
Föstudagur, 2. júní 2017

Vinna við aðalskipulag 2017 2029 sendur nú yfir  hér má skoða kort af afrétti og byggð sveitarfélagsins sem er nú í vinnslu og eru íbúar hveattir til að skoða þau og koma með hugmyndir og/eða athugasemdir.

Aðalskipulag 

Tjaldsvæðið við Árnes
Þriðjudagur, 30. maí 2017

Laus staða kennara í  Þjórsárskóla. Kennt er í litlum hópum yngri sér ( 1.-4.) og eldri sér ( 5.-7.). Við leggjum upp úr sjálfbærni, að nýta það efni sem við fáum í Þjórsárdalsskógi og einnig  að gefa gömlum hlutum nýtt líf.

Kennslugreinar eru íþróttir og smíði.

Gerð er krafa um grunnskólakennaramenntun og lipurð

í mannlegum samskiptum. Allt að 70 % staða frá 1 ágúst nk.

 Umsóknarfrestur til 9 júní 2017.

Þjórsárskóli er grænfánaskóli
Miðvikudagur, 24. maí 2017

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi  Aðalskipulagsmál Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingum: 

1.     Breyting á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 vegna Hvammsvirkjunar. Afmörkun lónstæðis.

Dynkur í Þjórsá
Miðvikudagur, 24. maí 2017

Auglýsing um skipulagsmál í sveitarfélögunum Rangárþingi ytra og Skeiða- og GnúpverjahreppiSamkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt sameiginleg tillaga að deiliskipulagi fyrir Hvammsvirkjun.  Hvammsvirkjun, deiliskipulag virkjunar í Þjórsá.

Kjálkaversfossinn

Pages