Sveitarfélagið

Sólin lágt á lofti í Skeiða og Gnúpverjahreppi

Vetrarsólstöður eru nú 22. desember. Sólstöður eða sólhvörf er sú stund þegar sól fer lengst frá miðbaug himins til norðurs eða suðurs. Sólstöður eru tvisvar á ári, sumarsólstöður á tímabilinu 20.-22. júní, þegar sólargangurinn er lengstur og vetrarsólstöður 20.-23. desember, þegar hann er stystur. Breytileiki dagsetninganna stafar fyrst og fremst af hlaupársdögum. Nafnið sólstöður vísar til þess að sólin stendur kyrr, þ.e. hættir að hækka eða lækka á lofti. Frjálsa alfræðiritið Wikipedia.

Þriðjudagur, 22. desember 2015 - 0:15
Stóra-Núpskirkja

Aftansöngur  verður í Stóra- Núpskirkju kl. 16:30 á gamlársdag, 31. desember 2015.  Prestur:  sr. Óskar H. Óskarsson. Organisti:  Þorbjörg Jóhannsdóttir. Kirkjukórinn leiðir söng.

 

Fimmtudagur, 31. desember 2015 - 16:30
Í Þjórsárdalsskógi

Haldinn verður kynningarfundur um val á nafni á sveitarfélagið þann 30. nóvember kl. 20:30. í Árnesi. Oddviti og sveitarstjóri fara yfir  kosningaferlið og svara spurningum. Sömu reglur gilda í þessum kosningum og þegar kosið er til sveitarstjórnar. Allir  velkomnir.

Mánudagur, 30. nóvember 2015 - 20:30
Ólafsvallakirkja

Hátíðarmessa verður í Ólafsvallakirkju á jóladag kl. 14:00. sr. Óskar H. Óskarsson, sóknarprestur prédikar. Organisti er Þorbjörg Jóhannsdóttir. Kirkjukór Ólafsvallakirkju syngur.

Föstudagur, 25. desember 2015 - 14:00
Stóra-Núpskirkja

Guðsþjónusta í Stóra-Núpskirkju á aðfangadagskvöld kl. 23:00 Sóknarpresturinn sr. Óskar H. Óskarsson prédikar. Organisti  er Þorbjörg Jóhannsdóttir Kirkjukór Stóra-Núpskirkju syngur.

 

Fimmtudagur, 24. desember 2015 - 23:00
Aðventuhátíð 2013

Aðventukvöld verður haldið í Félagsheimilinu Brautarholti þann 29. nóvember kl. 20:00. Fermingarbörn og nemendur Þjórsárskóla taka þátt með upplestri og söng. Kirkjukórinn og sönghópurinn Tvennir tímar syngja einnig. Sóknarprestur flytur hugvekju.  Allir velkomnir

Sunnudagur, 29. nóvember 2015 - 20:00
Á Njáluslóðum - Hlíðarendi

Hvað með að heimsækja safn, setur eða sýningu og njóta þess sem þar er á boðstólum? Þekkir þú söfnin í þínu nágrenni? Þessa helgi höldum við Safnahelgi á Suðurlandi og bjóðum þér í heimsókn og taktu endilega með þér gesti. Safnahelgin stendur yfir helgina 31. október  -03. nóvember 2015.

Föstudagur, 30. október 2015 - 8:15 to Sunnudagur, 1. nóvember 2015 - 23:15
Fundarhamarinn

Næsti sveitarstjórnarfundur verður haldinn 04. nóvember í Árnesi  kl.14:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fimmtudaginn 29.10. 2015

 

Miðvikudagur, 4. nóvember 2015 - 14:00
Haustlitir við Rauðá í Þjórsárdal.

Fyrsti vetrardagur / Gormánuður byrjar.   Dagur Sameinuðuþjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar 24. október árið 1945 af 51 ríki sem öll vildu viðhalda friði með því að efla alþjóðlegt samstarf og öryggi í heiminum. Aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna hefur fjölgað mikið og eru þau nú 193 talsins

Laugardagur, 24. október 2015 (All day)
Skógarstígur í skeiða- og Gnúpvrjahreppi

Orðið jafndægur á við þá stund þegar sól er beint yfir miðbaug jarðar, sem í fornu máli hét jafndægrishringur, og dagur og nótt eru jafnlöng um alla jörðina. Haustjafndægur,  haustjafndægrijafndægur á hausti eða jafndægri á hausti eru á bilinu 21.-24. september. Nú eru þau 23. september  árið 2015

Miðvikudagur, 23. september 2015 (All day)

Pages


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.