Sveitarfélagið

Uppskeruhátíð

 Matarkistan Hrunamannahreppur

Uppskeruhátíð laugardaginn 5. september

Uppskerumessa kl. 11:00 í Hrunakirkju.  
Félagar úr kirkjukór leiða sönginn.  Samvera fyrir alla fjölskylduna.  Reiptog, pokahlaup og fleiri leikir eftir messu.  Grillaðar pylsur og molasopi.  Allir velkomnir.

Félagsheimilið á Flúðum.  Matarkistan markaður kl. 12:00-17:00
Matvæli úr sveitinni; grænmeti, kjöt og kræsingar, handverk, listir og fleira.
Frá Birtingaholti koma bændur með Ískornið, blómadropa og lambakjöt. 
Kjöt frá Koti með ferskar holdanautasteikur, hakk, gúllas, hamborgara, grafið nautakjöt, reykt hrossabjúgu.  Krakkarnir í Koti með sultur o.fl. Garðyrkjustöð Sigrúnar með fjölbreytt grænmeti. Tombóla.  Korngrís frá Laxárdal.  Grænmeti og lax frá Auðsholti. 

GéPé með ýmislegt handgert. Kærleikskrásir frá Stínu Kokk.
Tónlist og myndlist; Kalli selur óskalög og Gréta myndirnar sínar.

„Vindmyllusmíði og fræðsla frá Landsvirkjun
„Vindmyllubíll Landsvirkjunar verður á svæðinu milli kl. 13.00 og 17.00. Þar mun starfsfólk fræða gesti og gangandi um raforku og áhugasömum boðið að hanna og smíða sína eigin vindmyllu og vinna rafmagn upp á eigin spýtur.“

Bjarkarhlíð Flúðum opið hús
Anna Magnúsdóttir handverkskona býður gesti velkomna heim
í vinnustofu sína kl. 13:00-17:00.

Leikur að List 
Handverkshús og dúkkusýning. Laugarlandi Flúðum,
1500 dúkkur taka á móti gestum kl. 13:00-17:00 og boðið verður uppá kaffi,
rabbarbarasaft og hjónbandssælu (gatan fyrir ofan sundlaugina).

Hótel Flúðir
Tekið á móti gestum í glæsilega garðinum milli 14:00-16:00 og boðið upp á að smakka grænmetissúpu frítt. Barinn opinn og happy hour 14-16. Gengið er inn um aðaldyrnar á hótelinu í garðinn. Í tilefni Uppskeruhátíðar verður sérstakur 3 rétta kvöldverðarseðill;  Fylltir sveppir, nautalund „bearnaise“ og ís með Silfurtúns-jarðaberjum. Kr. 6.900.- per mann.

Efra-Sel  Golfvöllurinn
„Opna íslenska grænmetismótið“ punktakeppni með fullri forgjöf (36) 
Keppt er í fjórum flokkum; karla, kvenna og barna (14 ára og yngri – 18 holur)
og barnaflokkur (12 ára og yngri - 9 holur)

Mótsgjaldi er stillt í hóf, aðeins 3.500 kr./fullorðna og frítt fyrir þátttakendur í barnaflokkum.
Skráning og nánari upplýsingar á www.golf.is og 486-6454 eða gf@kaffisel.is
Ath. Skráning í barnaflokkinn (12 ára og yngri) í síma og netpósti
Sölufélag garðyrkjumanna er aðalstyrktaraðili mótsins www.islenskt.is
Bændamarkaðurinn Efra-Seli

Opið þessa helgi kl.11:00- 18.00. Fjölbreyttar landbúnaðarafurðir frá bændum á svæðinu og handverk úr héraði. 

Kaffi-Sel, pizzeria, opið til kl. 20:30
www.kaffisel.is og Kaffi-Sel á Facebook

Samansafnið Sólheimum Hrunamannahreppi 
Opið 13:00 - 17:00 alla helgina. Minjasafn og gamlir bílar.
Aðgangseyrir fullorðnir 1000 kr, börn 13-18 ára 500 kr.
www.samansafnid.com   (6,5 km frá Flúðum)

Kaffi Grund Flúðum
Vaffla með rjóma og kakó/kaffi á kr. 1.000  milli kl. 13:00 og 17:00

Söngur og gleði með Bjarti Loga á pöbbakvöldi kl. 21:00 – 01:00

Stór kaldur á krana kr. 800

Pizzaofninn í gangi – Rizzopizzur

Minilik Eþíopískt veitingahús á Flúðum
Opið 11:00-21:00 og tilboð á eftirtöldum réttum: 
1. Misto -  lambakjöt og nautakjöt borið fram á Eþíópískan hátt.
2. Grænmetis og baunaréttur. 
Einnig tilboð á ceremonial kaffi, brennt og malað á staðnum.
 

Markavöllur 
Fótboltagolf 18 holur, opið frá 13:00-16:00

Völlurinn er 4 km sunnan við Flúðir við veg nr 30.
Frábært fyrir unga sem aldna. Fótboltagolf á Facebook

Loppumarkaður og grænmeti

Í skemmunni á Smiðjustíg 10. Þar verður hægt að kaupa píanó, sófasett, eldhúsborð, stóla, eldhúsdót, styttur, skálar o.fl. Grænmetismarkaður hjá SR grænmeti opinn í sama húsi, ný upptekið.

Verslunin Samkaup- Strax
Opið 10:00-18:00.  Ýmis tilboð í gangi.

Sundlaugin Flúðum opin 12:00-18:00

Frisbígolfvöllur í Lystigarðinum á Flúðum, góð skemmtun.
Upplýsingar www.fludir.is og www.sveitir.is 
Uppskeruhátíð á Flúðum á Facebook

 

 

Laugardagur, 5. september 2015 - 11:00
Hljómsveitin Bandmenn

Réttarball í Árnesi 11. september. Húsið opnar kl. 22:00 - Lokar kl. 02:00.  -  20 ára aldurstakmark. Aðeins 2.500,- kr inn.

Föstudagur, 11. september 2015 - 10:15
Árnes

Sveitarstjórnarfundur haldinn 02. sept kl. 14:00  Efni sem fólk vill að lagt verði fyrir fundinn þarf að koma  inn á skrifstofu þann 27. ágúst. 

Miðvikudagur, 2. september 2015 - 14:00
Í Skaftholtsréttum

Skilarétt í Skaftholtsréttum  kl. 10.00. Óskilafé réttað eftir að eftirsafn er komið af fjalli og bændur hafa komið óskilafé af sínum jörðum til rétta.

Sunnudagur, 27. september 2015 - 10:00
Smalamennska

Almennur smala dagur í Skeiða - og Gnúpverjahreppi samkv. Fjallskilareglugerð skal vandlega smala heimalönd allra jarða fyrir skilarétt og koma óskilafé til réttar. Smölun fer fram daginn fyrir skilarétt sem er í Skaftholtsréttum.

Laugardagur, 26. september 2015 - 8:30
Ekki er alltaf hægt að búast við blíðu í fjallferðum

Flóa-og Skeiðamenn fara í leitir þann 7. september á Flóa-og Skeiðamannaafrétt. Fjallkóngur, Ingvar Hjálmarsson. Vesturleit fer inn á Sultarfit og Austurleitin fer inn á Skeiðamannafit. Þetta er fimm daga leitir.

Mánudagur, 7. september 2015 - 12:00
Bringa í þjórsárdal

Fjallmenn fara í Lönguleit á Gnúpverjaafrétt. Tveir úr Gnúpverjahreppi, auk trússara, einn af Skeiðum og  einn úr Flóa.  Leitin tekur 9 daga og farið er inn í Arnarfell hið mikla. Fjalldrotting, Lilja Loftsdóttir.

Miðvikudagur, 2. september 2015 - 13:00
Sólarlag  í júní

Höfuðdagur er 29. ágúst og ber þetta nafn vegna þess að á þessum degi var Jóhannes skírari afhöfðaður, en Heródes konungur Antipas lét höggva af honum höfuðið vegna óskar Salóme, fósturdóttur sinnar, árið 31. e. Kr. Hjátrú segir að veðurfar mundi batna með Höfuðdegi og segir svo frá því á einum stað: „Bregður þá vanalega veðráttu og helzt þá hið sama í 20 daga og minnir á það í 40 daga eftir Egediusmessu (1. sept.). ( Heimild: Frjálsa alfræðiritið Wikipedia.)

Laugardagur, 29. ágúst 2015 - 12:15
Sólsetur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Hundadagar eru tiltekið skeið sumars um heitasta tímann á norðurhveli, nú talið frá 13. júlí (Margrétarmessu) til 23. ágúst í íslenska almanakinu eða 6 vikur

Sú veðurtrú var áður fyrr á Íslandi að ef á Margrétarmessu þann 13. júlí væri rigning eða dögg, myndi það sem eftir lifði sumars og hausts verða það líka eins og þessi veðurvísa segir:

Ef á Margrétarmessu er dögg
mun það lítið bæta,
þá mun haustið hey og plögg
í húsum inni væta.
Sunnudagur, 23. ágúst 2015 - 12:00
Fundarhamarinn

Skila þarf erindum fyrir 17. sveitarstjórnarfund eigi síðar en k.l. 17:00 fimmtudaginn 30. júlí 2015

Fimmtudagur, 30. júlí 2015 - 17:00

Pages


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.