Afréttarmálanefnd

Nefd: 

Númer fundar: 

10

Dagssetning fundar: 

Fimmtudagur, 1. desember 2016

Tími fundar: 

20:30

Mættir:: 

Fundinn sátu Lilja Loftsdóttir, Bjarni Másson, Oddur Bjarnason, Ingvar Þrándarson húsasmíðameistari og Kristófer Tómasson sveitarstjóri og ritaði hann fundargerð

Fundargerð: 

10. fundur haldinn í Árnesi  fimmtudag 1 desember 2016. Fundur var settur kl. 20:30

Eitt mál var á dagskrá fundarins.

Sveitarstjóri boðaði nefndina til fundar af því tilefni að breytingar eru framundan varðandi afnot og jafnvel eignarhald fjallaskálans í Hólaskógi.

Hann tilkynnti að ákveðið hefði verið að ganga til samninga við Extreme Iceland ehf um leigu á fjallaskálanum í Hólaskógi. Til umræðu hefur komið meðal sveitarstjórnar að húsið verði selt í framhaldinu.

Mögulegt er að byggt verði nýr fjallaskáli í Hólaskógi sem nýttur verði af gangnamönnum, hestamannahópum og öðrum ferðamönnum.

Fyrir fundinn var leitað til Ingvars Þrándarsonar um ráðleggingar varðandi byggingu á slíku húsi. Hann lagði fram hugmynd að teikningu af slíku húsi.

Nokkrar umræður urðu málin. Afréttarmálanefnd tekur vel í framkomnar hugmyndir og leggur til að Ingvari verði falið að vinna að undirbúningi framkvæmda.

Fundi slitið kl 21:40.