Skólanefnd Grunn- og Leikskólamál

Nefd: 

Númer fundar: 

28

Dagssetning fundar: 

Fimmtudagur, 1. desember 2016

Tími fundar: 

15:00

Mættir:: 

Mætt til fundar: Meike Witt formaður skólanefndar, Bolette Hoeg Koch skólastjóri Þjórsárskóla, Elín Anna Lárusdóttir Leikskólastjóri, Anna Þórný Sigfúsdóttir, Bjarni Másson, Ingvar Þrándarson varamaður, Irma Diaz varamaður. Rósa Birna Þorvaldsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Gunnþór Guðfinnsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna.  Kjartan Ágústsson fulltrúi kennara. Kristófer Tómasson sveitarstjóri. Helga Guðlaugsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóla boðaði forföll. Kristófer ritaði fundargerð.

 

Fundargerð: 

Grunnskólamál- og Leikskólamál sameiginlegur fundur

28. fundur í skólanefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps Grunnskólamál og Leikskólamál vegna fjárhagsáætlunar 2017. Haldinn í  fundarherbergi  í Árnesi    

Meike Witt formaður setti fund og spurðist fyrir um athugasemdir við fundarboð. Svo reyndist ekki vera. Meike las upp bréf frá Bente Hansen kennara við Þjórsárskóla. Bréfið lagt fram og kynnt og sveitarstjóra falið að svara bréfinu.

1.     Fjárhagsáætlun 2017. Sveitarstjóri kynnti drög að fjárhagsáætlun fyrir Þjórsárskóla og leikskóla fyrir árið 2017. Skóalnefnd samþykkti drögin fyrir sitt leyti.

2.      Kjartan Ágústsson spurðist fyrir um frágang á mörkum á íþróttavelli.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl 16:10