Skólanefnd - Leikskólamál

Nefd: 

Númer fundar: 

31

Dagssetning fundar: 

Þriðjudagur, 17. janúar 2017

Tími fundar: 

16:00

Mættir:: 

Einar Bjarnason formaður skólanefndar, Bjarni Másson, Ingvar Hjálmarsson, Anna Þórný Sigfúsdóttir, Ásmundur Lárusson. Elín Anna Lárusdóttir leikskólastjóri, Helga Guðlaugsdóttir fulltrúi starfsfólks, Rósa Birna Þorvaldsdóttir fulltrúi foreldra og Björgvin Skafti Bjarnason oddviti.

Fundargerð: 

Skólanefndarfundur nr.31 í skólanefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps um leikskólamál. Haldinn í Leikholti 17 janúar 2017 kl: 16:00

Ingvar Hjálmarsson ritaði fundargerð.

Elín Anna biður um að bæta einu máli á dagskrá . Skólanefnd samþykkir það.

1. mál. Starfsáætlun Leikholts .

Skólanefnd samþykkir áætlunina.

2. mál. Undanþágubeiðni.

Beiðni um undanþágu mánuði fyrr og fellur það undir forgang 2. Samþykkt af skólanefnd.

3. mál . Undanþágubeiðni.

Beiðni um undanþágu  tveimur mánuðum fyrr og fellur undir forgang 2. Samþykkt af skólanefnd.

4. mál . Undanþágubeiðni.

Sótt um undanþágu einum og hálfum mánuði fyrr.  Fellur ekki undir forgang og beiðninni hafnað.

5. mál. Starfsmannamál og barnafjöldi.

Skólanefnd leggur til að aukið verði starfshlutfall i samræmi við þörfina.

6. mál. Framkvæmdir  við húsið.

Elín Anna segir frá framkvæmdum. Mikil óánægja er með framkvæmdirnar í matsalnum. Skólanefnd leggur til við oddvita og sveitarstjórn að ganga í málið og láta laga þetta sem fyrst. Elín sagði einnig frá framkvæmdum við parketið í salnum og skapaðist leiðinda ástand vegna lyktar við lökkun.

7 mál. Önnur mál.

Næstu fundir verða 28. febrúar í Þjórsárskóla fyrst grunnskóli kl 15:00  og leikskólamál kl 16:00.

Fundi slitið kl 16:30.