Árnes í Þjórsá

Árnes er eyja í Þjórsá. Af henni er nafn sýslunnar dregið, Árnessýsla. Í eyjunni er talið að þingstaður Árnesinga hafi verið að fornu enda sér þar mannvirki sem benda til dómhrings. Þar eru og klettaborgir sem heita Gálgaklettar og bendir nafnið til aftökustaðar. Þinghóll er þar einnig.

Austan við Árnes fellur Árneskvísl, vatnslítil. Í henni er Hestafoss. Megináin fellur að vestanverðu. Í henni er Búði eða Búðafoss við efsta horn Árnessins, í honum er laxastigi. Við hann, vestan ár, eru margar búðatóttir og hefur þar sýnilega lengi verið þingstaður fyrrum.
Allar líkur benda til að Árnes hafi fyrrum verið fast við vesturlandið en Þjórsá síðan brotist fyrir vestan það og þá skilið að þingstaðinn með dómhringum og búðirnar. Allar minjar þar eru friðlýstar.

Félagsheimilið Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi  dregur nafn sitt af eyjunni.
Heimild: Íslandshandbókin útgáfa 1995.


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.