Íþróttir og tómstundamál
Íþrótta- og æskulýðsstyrkur árið 2019 er upph. kr. 75.000,- fyrir börn á aldrinum 6 til 18 ára sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu árið 2019.
Hægt er að sækja um á rafrænan máta undir Stjórnkerfið á linknum "Eyðublöð og umsóknir " og þarf bara að fylla hana út þar og senda á skrifstofu. Fylgja verður með umsókninni frumrit reiknings eða kvittunar frá viðurkenndum aðila er þjálfar viðkomandi eða kennir og eru forráðmenn barna beðnir um að koma því á skrifstofuna, annað hvort með Íslandspósti eða koma með hana. Flestir aðilar geta sent orðið rafrænar kvittanir sem er mjög til þæginda.