Útgefið efni

Sveitarfélagið hefur frá 2009 gefi út Fréttabréf þar sem birtar hafa verið fundargerðir, farið er yfir helstu fréttir úr sveitinni ásamt tilkynningum, auglýsingum og öðru skemmtiefni. Tengla inn á fréttabréfið má finna í valmyndinni hérna hægra megin. Því miður eru tenglar inná fréttabréf nokkurra síðustu ára óvirkir en vonandi er hægt að laga það. Fréttabréfið var fram til ársins 2020 prentað út og sent öllum íbúum sveitarfélagsins. Haustið 2020 var útgáfu fréttabréfsins hinsvegar hætt í þeirri mynd og frá janúar 2021 hefur fréttabréfið verið gefið út eingöngu rafrænt og fékk við það tækifæri nafnið Gaukurinn. 

Annað útgefið efni sveitarfélagsins er t.a.m glæsileg atvinnustefna sem unnin var af Atvinnuveganefnd sveitarfélagsins og myndband þar sem sveitarfélagið er kynnt. -þetta má einnig finna í valmyndinni hérna til hægri.


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.