Að flytja í sveitarfélagið

Vertu velkomin til okkar í sveitarfélagið Skeiða-og Gnúpverjahrepp

Að flytja í sveitarfélagið

Í Árnesi eru 4 íbúðir lausar til kaups. Söluaðilar  eru Fasteignasala Brynjólfs Jónssonar  fyrir Bugðugerði 3 a-b-c.  https://ja.is/brynjolfur-jonsson-fasteignasala/

og Fasteignasalan bær ehf  fyrir Bugðugerði 9, 3ja herb íbúð. http://www.fasteignasalan.is/soluskra/leitarnidurstodur?search_id=6313139

Ein er til útleigu í Bugðugerði 7a (þriggja herb íbúð.)  eigandi, Alma K ehf   www.ak.is www.ak.is

Lóðir eru lausar til heilsársbúsetu  þær eru um  1 ha  að stærð  í Árneshverfi 

Í sveitarfélaginu er leikskólinn gjaldfrjáls hann er staðsettur í Brautarholti þar eru um 35 - 40 börn, Þjórsárskóli  er grunnskóli  upp í 7. bekk  og nú eru tæplega 50 nemendur þar.

Flúðaskóli  tekur svo nemendur frá 8. - 10 bekk og er þeim ekið þangað daglega. 

Tvær sundlaugar eru í sveitarfélaginu Neslaug í Árnesi og Skeiðalaug í Brautarholti.

Útivistarperlan Þjórsárdalur er í sveitarfelaginu.

Góð aðstaða er fyrir hestaferðir þar sem   sex fjallaskálar eru í sveitarfélaginu

Hallarmúli, Klettur, Hólaskógur, Gljúfurleit, Bjarnalækjarbotnar og Tjarnarver.

Kynningarmyndband hér 

í Árnesi eru  lausar  einbýlishúsalóðir. 

í Brautarholti eru engar lausar lóðir eins og er.

Öll íbúðarhús í sveitarfélaginu hafa heitt vatn og stærstu veiturnar eru:

Hitaveitufélag Gnúpverja ehf sem þjónar Gnúpverjahreppi  að mestum hluta

Hitaveita Brautarholts þjónar þéttbýliskjarnanum í Brautarholti

Hitaveita frambæja þjónar neðsta hluta Gnúpverjahrepps og efsta hluta Skeiða.

Þá eru einnig einkaveitur á Skeiðum.

Eyðublöð fyrir framkvæmdir frá Byggingarfulltrúa 

Eyðublöð frá RARIK

Verðskrá RARIK fyrir tengigjöld

 


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.