Að flytja í sveitarfélagið

Vertu velkomin til okkar í sveitarfélagið Skeiða-og Gnúpverjahrepp

Að flytja í sveitarfélagið

Í sveitarfélaginu er leikskólinn gjaldfrjáls hann er staðsettur í Brautarholti þar eru um 35 - 40 börn, Þjórsárskóli  er grunnskóli  upp í 7. bekk  og nú eru tæplega 50 nemendur þar.

Flúðaskóli  tekur svo nemendur frá 8. - 10 bekk og er þeim ekið þangað daglega. 

Tvær sundlaugar eru í sveitarfélaginu Neslaug í Árnesi og Skeiðalaug í Brautarholti.

Útivistarperlan Þjórsárdalur er í sveitarfelaginu.

Góð aðstaða er fyrir hestaferðir þar sem   sex fjallaskálar eru í sveitarfélaginu

Hallarmúli, Klettur, Hólaskógur, Gljúfurleit, Bjarnalækjarbotnar og Tjarnarver.

Kynningarmyndband hér 

í Árnesi eru  lausar  einbýlishúsalóðir. 

í Brautarholti eru engar lausar lóðir eins og er.

Öll íbúðarhús í sveitarfélaginu hafa heitt vatn og stærstu veiturnar eru:

Hitaveitufélag Gnúpverja ehf sem þjónar Gnúpverjahreppi  að mestum hluta

Hitaveita Brautarholts þjónar þéttbýliskjarnanum í Brautarholti

Hitaveita frambæja þjónar neðsta hluta Gnúpverjahrepps og efsta hluta Skeiða.

Eyðublöð fyrir framkvæmdir frá Byggingarfulltrúa 

Eyðublöð frá RARIK

Verðskrá RARIK fyrir tengigjöld


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.