Allar fréttir

Mánudagur, 13. júní 2022

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  15 júní, 2022 klukkan 09:00.

 

Dagskrá

1. Ráðningarsamningur Oddvita/Sveitarstjóra

2. Prófkúra Sveitarstjóra

3. Laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna 2022-2026

4. Skipan í nefndir

Mánudagur, 13. júní 2022

Frekari upplýsingar má lesa hér fyrir neðan

 

Leikholt
Miðvikudagur, 8. júní 2022

Opnað hefur verið fyrir umferð hestafólks um brú yfir Þjórsá ofan Þjófafoss. Þar með er síðasta áfanga við byggingu brúarinnar lokið. Nýbyggð brú yfir Þjórsá tengir saman Landsveit og útivistarsvæði í Búrfellsskógi við rætur Búrfells. Með henni opnast gott aðgengi að Búrfellsskógi og er nú einungis um 500m löng leið af nýju bílastæði á austurbakka Þjórsár yfir að Búrfellsskógi.

Nýja brúin
Föstudagur, 3. júní 2022

Þá er kominn út júní Gaukur, með dagskrá sumarhátíðarinnar Upp í sveit   sem framundan er dagana 17. - 19. júní. Þar má líka finna göngudagskrá sumarsins, smá um kirkjur, smá um hestamennsku og svo auðvitað eitthvað smá um ruslið eins og venjulega og margt fleira. Vegna hátíðarinnar verður Gauknum dreift á pappírsformi á öll heimili að þessu sinni svo allir geti smellt dagskrá Upp Í Sveit á ísskápinn hjá sér.

Hrossagaukur á staur
Miðvikudagur, 1. júní 2022

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  1 júní, 2022 klukkan 16:00.

 

Dagskrá

 

Mál til umræðu:

1. Kosning oddvita og varaoddvita

2. Ráðning sveitarstjóra

3. Siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Skeiða- og Gnúpverjahreppsi

Hekla
Þriðjudagur, 31. maí 2022

Neslaug verður lokuð miðvikudaginn 1. júní og fimmtudaginn 2. júní vegna viðgerða.

Neslaug í viðgerð
Þriðjudagur, 31. maí 2022

Tvær stöður eru lausar í Leikholti næsta haust - frekari upplýsingar má finna hér fyrir neðan

 

Af leikskólalóðinni
Mánudagur, 30. maí 2022

Nú rétt í þessu hófust framkvæmdir við stækkun tjaldsvæðisins í Árnesi, í þessum fyrsta áfanga stækkunar verður sléttað úr svæðinu til suðurs frá núverandi tjaldsvæði. 

Tjaldsvæðið í Árnesi
Föstudagur, 27. maí 2022

Nú nálgast júní óðfluga og þá er komið að næsta Gauk. Eins og áður hefur komið fram í Gauknum er sveitahátíðin Upp í sveit á dagskrá dagana 17. - 20. júní nk og að því tilefni verður júní Gaukurinn  sendur heim á pappír á hvert heimili í sveitarfélaginu með dagskrá og frekari upplýsingum um hátíðina. Gaukurinn kemur því næst út föstudaginn 3. júní og þarf aðsent efni í hann þarf að berast í netfangið hronn@skeidgnup.is fyrir miðvikudaginn 1. júní næstkomandi.

Torfhús
Föstudagur, 27. maí 2022

Nautavað 1: Lóðin er 34.512 mað stærð

Nautavað 3: Lóðin er 41.778 mað stærð

Teikning og skipulag

Pages