Allar fréttir

Þriðjudagur, 2. júní 2020

Laus eru til umsóknar staða grunnskólakennara í hlutastarf, í íþróttum (ekki sundi).í Þjórsarskóla  Kenndar eru 7 kennslustundir á viku í 1.-7. bekk, á miðvikudögum og fimmtudögum. Leitum að metnaðarfullum, sjálfstæðum og áhugasömum starfsmanni með þekkingu á skólastarfi og góð hæfni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg. Umsóknarfrestur er til 16.06.2020. Upplýsingar gefur Bolette í síma 895-9660 eða sendið fyrirspurnir á bolette@thjorsarskoli.is

Þjórsárskóli
Föstudagur, 29. maí 2020

Komnar eru í gagnið tvær nýjar rafhleðslustöðvar við Félgasheimilin Árnes og Brautaholt  í Skeiða og Gnúpverjahreppi.  Þetta eru  tvær 22kw stöðvar sem ætlaðar eru fyrir allar gerðir rafbíla ( m.a. teslur). Fyrst um sinn eru þær gjaldfrjálsar þar sem þetta er liður í aðgerðum stjórnvalda og sveitarfélagsins  í loftslagsmálum og uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum. Íbúar og aðrir gjörið svo vel og nýtið ykkur þetta.  Það tekur um 3 klst að fullhlaða bifreiðna á meðf. mynd. 

Hleðslustöðin í Árnesi
Föstudagur, 29. maí 2020

Við leitum að áhugasömum námsmanni 18 ára eða eldri í sumarstarf í Uppsveitum Árnessýslu,
til að vinna að verkefnum tengdum heilsueflandi samfélagi og ferðaþjónustu.

Viðkomandi þarf að hafa áhuga á útivist, vera félagslyndur, sjálfstæður og lipur í samskiptum. 
Hafa færni í stafrænni miðlun og notkun samfélagsmiðla, þekking á svæðinu er kostur.
Í starfinu felst skemmtileg verkefnavinna, miðlun og kynning.
Sérstaklega áhugavert fyrir námsmenn í lýðheilsu-, íþrótta-  frístunda-,  ferðamála-, markaðsfræðum, menningarmiðlun eða öðrum skyldum greinum.

Í Gjánni í þjórsárdal
Þriðjudagur, 26. maí 2020

              Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 27.maí  2020  kl. 16:00.

Dagskrá:

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

Leikskólinn Leikholt _ Mynd ekki tengd frétt
Mánudagur, 18. maí 2020

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. leitar eftir áhugasömum námsmanni, 18 ára og eldri, í verkefni við skönnun og skráningu á gögnum fyrir skipulags- og byggingarsvið. Starfið er hluti af atvinnuátaki sveitarfélaganna í samvinnu við Vinnumálastofnun, ætlað námsmönnum sem eru 18 ára og eldri sem eru á milli anna í námi, þ.e. er að koma úr námi og er skráður í nám að hausti.

Ráðningartíminn er a.m.k. tveir mánuðir og fellur innan tímabilsins 01. júní til 31. ágúst 2020. Skrifstofa embættisins er að Dalbraut 12 á Laugarvatni

Helstu verkefni:

Suðurland úr lofti séð
Föstudagur, 15. maí 2020
Nú er sveitarfélagið að fara af stað með verkefnið Heilsueflandi samfélag í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, og leitar nú til íbúa um að koma með tillögur að verkefnum sem tengjast hreyfingu og útiveru.
Gjáin í Þjórsárdal
Fimmtudagur, 14. maí 2020

Fréttabréf Skeiða- og Gnúpverjahrepps, maí 2020 er komið út  LESA HÉR  Ýmislegt að frétta. Minnum t.d.  á auglýsingu um Vinnuskóla sveitarfélagsins þar sem umsóknarfrestur rennur út  þann 15. maí. 

Við Selhöfða í Þjórsárdal
Fimmtudagur, 14. maí 2020

Nú hefur Skaftholt hætt móttöku á garðaúrgangi og tjágreinum. Nýir staðir eru fundnir fyrir trjágreinar og við ítrekum að þar má eingöngu setja  trjágreinar!  Annars vegar er það  til hliðar við gámasvæðið í Árnesi (við Tvísteinabraut)  og  hins vegar í landi Húsatófta á Skeiðum nokkru ofar en Hestakráin ( sömu megin vegar)  og er vel aðgengilegt af þjóðvegi nr. 30.  Opið er á báðum svæðum,  allan daginn, alla daga.
Nýir staðir fyrir garðaúrganginn  verða  á báðum gámasæðunum og getur fólk komið með garðaúrgang, þ.e illgresi og annað,  þangað á opnunartímum gámasvæðanna.

Reyniviðartré í blóma
Mánudagur, 11. maí 2020

Nýtt Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029  var staðfest af Skipulagsstofnun þann 4. maí 2020, Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029, var samþykkt í sveitarstjórn 8. janúar 2020.
Við gildistöku aðalskipulagsins fellur úr gildi Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016  ásamt síðari breytingum.

Föstudagur, 8. maí 2020
Sóknarfæri ferðaþjónustunnar er áhersluverkefni á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og nýr samkeppnissjóður Sóknaráætlunar Suðurlands vegna COVID 19. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja verkefni starfandi ferðaþjónustufyrirtækja og fyrirtækja sem hafa megin tekjur sínar af ferðamönnum og ferðaþjónustu.
Suðurland séð úr lofti

Pages