Allar fréttir

Föstudagur, 8. janúar 2021

Félagsþjónustan í Laugarási óskar eftir félagsráðgjafa

Félagsráðgjafi óskast til starfa hjá Félagsþjónustunni í Laugarási. Um er að ræða 100% starf sem er laust nú þegar. Starfið býður uppá tækifæri til þátttöku í faglegu þróunarstarfi auk þess sem áhersla er lögð á möguleika starfsfólks til að styrkja sig faglega á þessum vettvangi.

Sunnudagur, 3. janúar 2021

Skrifstofa Skeiða- og Gnúpverjahrepps verður lokuð föstudaginn 26. febrúar v. styttingu vinnuvikunnar. 

Föstudagur, 1. janúar 2021

Einhverjar "truflanir" gætu orðið á rennsli kalda vatnsins á starfssvæði Kaldavatnsveitu Árness á morgun fimmtudaginn 25. febrúar eftir hádegi. Einhver leki virðist vera að há veitunni og stendur yfir leit að lekanum. Allar vísbendingar um leka eða skemmdir sem gætu valdið minnkandi þrýstingi eru vel þegnar. 

Vatnið í Gjánni
Miðvikudagur, 23. desember 2020

Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð 24. des. aðfangadag og 28. desember.  Opið eins og venjulega 29. og 30. desember  kl. 09 -12 og 13 -14 en lokað 31. des. gamlársdag. Opið frá 4. janúar 2021 með venju bundnum hætti.

Jólakveðja frá starfsfólki  skrifstofu.
Þriðjudagur, 22. desember 2020
Eftir samráð við umhverfisráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og sóttvarnalækni gefa almannavarnir út eftirfarandi leiðbeiningar:
 
Flugeldasýningar:
Samkvæmt 3. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 1233/2020 er ekki heimilt að veita tímabundið leyfi fyrir skemmtunum, svo sem tónleikum, dansleikjum, brennum eða öðrum viðburðum sem ætla má að dragi að
sér hóp fólks eftir kl. 21.00.  
Flugeldar
Fimmtudagur, 17. desember 2020

Listahátíð í Reykjavík, með stuðningi frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti, býður upp á aðra útgáfu af hinu vel heppnaða verkefni Listagjöf – að þessu sinni um land allt! Frá og með hádegi næstkomandi mánudag, 14. desember, mun almenningur getað pantað Listagjöf fyrir ástvini á sérhönnuðu vefsvæði listagjof.listahatid.is. Gjöfin er án endurgjalds en takmarkast við eina pöntun á mann. Listagjafirnar verða sem fyrr segir nú í boði um land allt. Allt að 750 gjafir verða í boði og verða þær afhentar helgina 19.-20. desember.

Vetrarsól við Árnes
Fimmtudagur, 10. desember 2020

Umhverfisstofnun vill vekja athygli á árlegu landvarðanámskeiði. Stofnunin leggur mikla áherslu á það að fá landverði til starfa úr héraði, en til þess að það sé hægt þarf sá aðili að vera búin að taka landvarðanámskeið.

"Hlaupið" í Dalsá
Fimmtudagur, 10. desember 2020

Laust er til umsóknar starf sálfræðings hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Um er að ræða 100% stöðu frá 1. mars 2021 eða eftir samkomulagi.  Hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings starfar öflug liðsheild sérfræðinga sem vinnur í þverfaglegu samstarfi um málefni einstaklinga og hópa. Sjö sveitarfélög reka Skóla- og velferðarþjónustuna sem hefur starfsstöð í Hveragerði. Á svæðinu eru sjö leikskólar, sex grunnskólar og tveir leik- og grunnskólar.

                                          Starfssvið sálfræðings

Reyniviður í blóma 2020
Miðvikudagur, 9. desember 2020

Búast má við rafmgnsleysi í hluta Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps 10.12.2020 frá kl 00:00 til kl 02:00 vegna vinnu í aðveitustöð Flúðum. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof.

 

Vindmylla á Hafinu  við Búrfellsvirkjun
Mánudagur, 7. desember 2020

Boðað er til 52. fundar í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi 9. desember, 2020 klukkan 16:00.  

Dagskrá:

1. Trúnaðarmál

2. Gjaldskrár 2021 lokaumræða

3. Útsvar 2021 ákvörðun

4. Fasteignagjöld og álagningarprósentur 2021

5. Fjárhagsáætlun 2021-2024 lokaumræða

6. Seyruverkefni- fundargerð og gjaldskrá

7. Viðauki við fjárhagsáætlun 2020

8. Niðurfelling skulda 2019

9. Tillögur að götunöfnum við Búðaveg

Árnes um vetur

Pages