Allar fréttir

Mánudagur, 9. ágúst 2021

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  11 ágúst, 2021 klukkan 14:00.

Dagskrá

1. Úrskurður v. stjórnsýslukæru

2. Úrskurður Persónuverndar

3. Sorpútboð

4. Útboð fráveituframkvæmdir Skólabraut

Kjálkaversfoss
Miðvikudagur, 28. júlí 2021

Á mánudaginn síðastliðinn opnaði skrifstofa sveitarfélagsins eftir þriggja vikna lokun v. sumarfría. Opnunartími skrifstofunnar er eins og áður 9-12 og 13-14 mánudaga - fimmtudaga og 9-12 á föstudögum. 

Stefnt er að útgáfu rafræna fréttabréfsins Gauksins í kringum 10. ágúst - ef fólk lumar á efni í Gaukinn má senda það á hronn@skeidgnup.is

Fyrsti fundur sveitarstjórnar eftir sumarfrí er áætlaður miðvikudaginn 11. ágúst nk. kl. 14

Á bökkum Sandár
Fimmtudagur, 1. júlí 2021

Eftir föstudaginn 2. júlí verður skrifstofa Skeiða- og Gnúpverjahrepps lokuð í þrjár vikur og opnar aftur kl.8 mánudaginn 26. júlí.  Bent er á að hægt er að hafa samband við Björn Axel, starfsmann áhaldahúss, í síma 893 4426. Ef erindi eru brýn er hægt að hafa samband við oddvita í síma 895 8432.  Næsti fundur sveitarstjórnar er á dagskrá miðvikudaginn 11. ágúst.  Vanti upplýsingar eða þjónustu við fjallaskála sveitarfélagsins (Gljúfurleit, Bjarnalækjarbotna eða Tjarnarver) má hafa samband við Gylfa í síma 8691118.

Sumarkveðjur af skrifstofunni

Hekla
Þriðjudagur, 29. júní 2021

Framkvæmdum við smíði nýrrar göngu-, hjóla- og reiðbrúar yfir Þjórsá, ofan Þjófafoss hefur miðað vel.

Brú yfir Þjórsá við Þjófafoss
Sunnudagur, 27. júní 2021

Auglýsing frá Heilsugæslunni í Laugarási um opinn bólusetningardag

Sjá hér fyrir neðan

 

Íslensk bólusetning
Fimmtudagur, 24. júní 2021

Um er að ræða 70% starfshlutfall frá 16. ágúst 2021. Laun samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og Bárunnar. Umsóknarfrestur er til og með 4. ágúst.

Upplýsingar veitir Jóhanna Lilja Arnardóttir skólastjóri, johannalilja@fludaskoli.is.

 

Flúðaskóli
Fimmtudagur, 24. júní 2021

Rafmagnslaust verður í Brautarholti á Skeiðum 24.06.2021 frá kl 10:00 til kl 11:00 vegna vinnu við háspennukerfi. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

 

Teikning
Mánudagur, 21. júní 2021

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps í Árnesi  23 júní, 2021 klukkan 14:00.

 

Dagskrá

Erindi til sveitarstjórnar:

1. Staða mála v. beiðna um sálfræðiþjónustu Skóla og velferðarþjónusta Árnesþings

2. Ósk frá Tónlistarskóla Árnesinga um viðbótarkvóta

3. Tillaga að afskriftum  2021

Úr Þjórsárdal
Þriðjudagur, 15. júní 2021

Sveitarfélögin Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð og Skeiða- og Gnúpverjahreppur leita að jákvæðum og áhugasömum einstaklingi til starfa fyrir sveitarfélögin sem íþrótta- og tómstundafulltrúi og verkefnastjóri heilsueflandi verkefna sveitarfélaganna, sem öll eru Heilsueflandi samfélög skv. samningum við Landlæknisembættið.   Viðkomandi þarf að vera mjög fær í mannlegum samskiptum, tilbúinn að fást við ólík verkefni, skipulagður, lausnamiðaður og sjálfstæður í vinnubrögðum. 

Sól og tré

Pages