Allar fréttir

Sunnudagur, 3. maí 2020

40. sveitarstjórnarfundur

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Teams fjarfundarbúanði  6 maí, 2020 klukkan 16:00.

 

Dagskrá

1. Félagsþjónusta -Trúnaðarmál

2. Tilslakanir á takmörkunum   04. 05.2020 aðilar sem vinna með börn

Laugardagur, 2. maí 2020

Eftir almenna lokun fyrir móttöku á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps frá 16. mars síðastliðnum er komið að því að opna.

Frá og með mánudeginum 4. maí verður skrifstofan  opin almenningi. Sami opnunartími gildir og var fyrir 16 mars.

Með bestu óskum um gleðilegt sumar framundan

Sveitarstjóri

Fimmtudagur, 30. apríl 2020
Skeiða– og Gnúpverjahreppur óskar eftir að ráða starfskraft í fullt starf í júníbyrjun til ágústloka í sumar með möguleikum fyrir áframhaldi vinnu. Verkefnin yrðu verkstjórn við Vinnuskóla sveitarfélagsins í sumar fyrir ungmenni fædd árin 2005– og 2006 fjóra daga vikunnar (mán- fim) frá kl. 08 -14. frá 8. júní – 30. júlí. Einnig önnur tilfallandi verkefni á vegum sveitarfélagsins.
Hekla.  Ljósm. Einar Bjarnason
Fimmtudagur, 30. apríl 2020

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps lagði fram á 12. fundi sínum þann 01. febrúar 2011 samþykkt um fráveitur í sveitarfélgainu.  Í 19. grein þeirrar samþykktar er kveðið á um að tæming rotþróa í sveitarfélaginu fari fram á þriggja ára fresti og  innheimt sé gjald til að standa undir kostnaði.  Þriggja ára gjald á að standa undir einni tæmingu.  Sveitinni hefur verið skipt upp í þrjú svæði og verður eitt svæði tekið fyrir á ári sem hér segir:

Fimmtudagur, 30. apríl 2020
Áburðarpokar
Þriðjudagur, 28. apríl 2020

Enn eiga þó nokkrir eftir að skila inn endurnýjun marka sinna eða láta vita ef þau eiga að falla niður.Allir eigendur skráðra eyrnamarka og frostmarka í síðustu markaskrá 2012 áttu að hafa fengið bréf frá mér seinnipartinn í mars og skila átti inn fyrir

Í réttum
Fimmtudagur, 23. apríl 2020

Á Sumardaginn fyrsta 1970 var Félagsheimilið Árnes vígt og tekið formlega í notkun og er því 50 ára.Margt var um manninn fyrir fimmtíu árum af þessu tilefni og birtist umfjöllun um það í morgunblaðinu

Félagsheimilið Árnes  1970 Ljósm. Þorvaldur Ágústsson
Miðvikudagur, 22. apríl 2020

Laust er til umsóknar starf ritara Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs.  Um framtíðarstarf er að ræða í 100% starfshlutfalli.

Seggjasæti við Gauskhöfða. Þar var Gaukur Trandilsson veginn.
Sunnudagur, 19. apríl 2020

Flest gengur tiltölulega eðlilega fyrir sig hér í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þessa dagana. En vissulega er flest öðruvísi en í normal ástandi. Starfsemi í grunnskóla og leikskóla hér hefur að mínu mati gengið virkilega vel. Það ber að þakka starfsfólki skólanna, kemur þar til gott skipulag og samstarf starfsfólk.

Við munum hafa skrifstofuna lokaða fyrir heimsóknum um óákveðinn tíma eins og verið hefur frá 16 mars. sl. Líklega opnum við aftur 4 maí. Ekki er útilokað að það verði eitthvað endurskoðað fyrr.

Fimmtudagur, 16. apríl 2020

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL  BLÁSKÓGABYGGÐ, GRÍMSNES-OG GRAFNINGSHREPPI, HRUNAMANNAHREPPI, SKEIÐA-OG GNÚPVERJAHREPPI, FLÓAHREPPI OG ÁSAHREPPI   Aðalskipulagsmál.

Önnur tveggja vindmylla á Hafinu í SkeiðGnúp

Pages