Allar fréttir

Mánudagur, 23. maí 2022

Þar sem allt er að verða svo fallega grænt og gróandi í loftinu þá minnum við á vorhreinsunina - hvetjum alla til að taka hlaðið í gegn og rölta með vegum í nágreninu, tína upp það sem fokið hefur til í vetur. Dagana 15. maí til 16. júní er hægt að fá járnagáma heim á bæi, í tvo daga í senn, án endurgjalds. Nú þegar hafa allnokkrir fengið slíka gáma heim og tekið til hendinni.  Hægt er að óska eftir gám með því að hringja eða senda póst á skrifstofu sveitarfélagsins.

Vikuna 10.-16. júní verður svo frítt að koma með sorp á gámasvæðin í Árnesi og Brautarholti.

Sumarblóm
Mánudagur, 23. maí 2022

 

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  25 maí, 2022 klukkan 14:00.

 

Dagskrá

 

Mál til umræðu

1. Samningar til staðfestingar

2. Skil á lóð - Vallarbraut 11

3. Ungmennafélag Gnúpverja. Styrkbeiðni

Mánudagur, 23. maí 2022

Eins og fram hefur komið á helstu miðlum sveitarfélagsins var haldinn íbúafundur um Hvammsvirkjun þann 8. mars sl.  Á fundinum komu fram fjölmargar spurningar úr sal og sáu fulltrúar Landsvirkjunar sér ekki fært að svara þeim öllum á staðnum. Þessum svörum hefur nú verið safnað saman í eitt skjal og má finna það, ásamt glærukynningu af fundinum, hérna.

 

 

Kvöldsól
Fimmtudagur, 19. maí 2022

Ungmennum, með lögheimili í Skeiða-og Gnúpverjahreppi, sem fædd eru 2007-2008 gefst kostur á að starfa í vinnuskóla sveitarfélagsins í sumar. Vinnuskólinn hefst 7. júní og stendur til og með 4. ágúst. Unnið er fjóra daga í hverri viku, mánudaga-fimmtudaga frá kl. 8 – 14. Miðað er við að hvert barn taki viku frí, samfleytt, á tímabilinu. Heitur matur er framreiddur í hádeginu en koma þarf með nesti á kaffitíma fyrir hádegi. Skráningarfrestur er til 25. maí. Skráning þarf að berast á netfangið skeidgnup@skeidgnup.is

Vinnuskólinn
Miðvikudagur, 18. maí 2022

Sveitarfélögin Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur leita að afleysingarstarfsmanni í félagsmiðstöðinni Zero.

 Um er að ræða 50% starf með starfstöð á Flúðum, skólaárið 2022-2023.

Starfssvið

Nestisbekkirnir við Stöng
Þriðjudagur, 17. maí 2022
  • Kennsla í nýsköpun, hönnun og smíði – afleysing í eitt skólaár 80%
  • Enskukennsla á yngsta- og miðstigi
  • Kennsla í íslensku, ensku og dönsku á unglingastigi
  • Tónmenntakennsla á yngsta- og miðstigi

 

Um er að ræða 50 – 100% stöður samkvæmt samkomulagi

 

Flúðaskóli
Þriðjudagur, 17. maí 2022

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. hefur tengt málakerfi embættisins við stafrænt pósthólf á island.is, sem er miðlæg þjónustugátt stjórnvalda. Um mikið framfaraskref er að ræða í þjónustu embættisins sem eykur hraða og skilvirkni birtinga á afgreiðslubréfum og öðrum gögnum sem embættinu ber að birta samkvæmt lögum.

Allir einstaklingar sem fá útgefna kennitölu og allir lögðilar sem skráðir eru í fyrirtækjaskrá hafa aðgang að sínu eigin stafræna pósthólfi.

Gluggi út í alheiminn
Mánudagur, 16. maí 2022

Ungmennum, með lögheimili í Skeiða-og Gnúpverjahreppi, sem fædd eru 2007-2008 gefst kostur á að starfa í vinnuskóla sveitarfélagsins í sumar. Vinnuskólinn hefst 7. júní og stendur til og með 4. ágúst. Unnið er fjóra daga í hverri viku, mánudaga-fimmtudaga frá kl. 8 – 14. Miðað er við að hvert barn taki viku frí, samfleytt, á tímabilinu. Heitur matur er framreiddur í hádeginu en koma þarf með nesti á kaffitíma fyrir hádegi. Skráningarfrestur er til 20. maí.

Við Selhöfða í blíðviðri
Sunnudagur, 15. maí 2022

Hér koma lokatölur frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi í sveitarstjórnarkosningum 14. maí 2022

Á kjörskrá voru 435

Talin hafa verið 379 atkvæði og skiptast þau þannig

E listi Uppbyggingar 117 atkvæði og 1 mann

L listi Samvinnulistinn 189 atkvæði og 3 menn

U listi Umhyggju, umhverfis og uppbyggingar 69 atkvæði og 1 mann

Auðir seðlar voru 2 og ógildir seðlar 2

 

 

Arnarfell
Fimmtudagur, 12. maí 2022

Þann 8. mars sl. hélt Landsvirkjun, að frumkvæði sveitarstjórnar, kynningarfund um ýmislegt er tengist Hvammsvirkjun. Kynningu Landsvirkjunar má finna hér. Einnig má finna ýmis gögn um Hvammsvirkjun á vefnum hvammur.landsvirkjun.is

Nýja göngubrúin yfir Þjórsá

Pages