Allar fréttir

Fimmtudagur, 8. desember 2016

Leikskólinn Leikholt óskar eftir að ráða leikskólakennara í 82,5% stöðu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf  9. janúar eða eftir samkomulagi.  Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í skólanum.

Menntun og hæfniskröfur:

Leikskólinn Leikholt
Fimmtudagur, 8. desember 2016

Jólabaðið  á Aðfangadag í Neslaug kl. 10:00 -14:00 ! Þá er frítt í sund,  boðið upp á kaffi, djús og piparkökur!  Tilvalið tækifæri til að minnka biðraðir á baðherbergið heima fyrir.  Vonast til að sjá sem flesta.  -  Svo koma jólin!

Skeiðalaug verður lokuð annan í jólum,  26. desember. Neslaug  opin 31. desember 10:00– 13:00

Gleðilega hátíð og farsælt nýtt ár.

Eyþór  Brynjólfsson, sumdlaugarvörður.

 

17. júní í Neslaug
Mánudagur, 5. desember 2016

Boðað er til 36. fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 7. desember 2016  kl. 14:00.

Dagskrá:  - Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :

1.     Gjaldskrá Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017. Síðari umræða.

2.     Álagningarhlutfall Útsvars- og fasteignagjalda í Skeiða- og Gnúpverjahreppi 2017. Síðari umræða.

3.     Ákvörðun um Tómstundastyrk 2017.

Hér eru stólarnir mátaðir af stjórnmálamönnum framtíðar
Fimmtudagur, 1. desember 2016

Aðventukvöld verður haldið í Árnesi þann 4. desember  kl. 20:00. Óskar sóknarprestur ávarpar samkomuna. Helgileikur nemenda Þjórsárskóla verður á sínum stað, fermingarbörn koma fram, kirkjukórar sóknanna syngja og barnakór. Hugvekju kvöldsins flytur okkur Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi. Samkomunni lýkur með kaffi, safa og smákökum. Njótum saman gleði og kærleika með börnunum, en ALLIR eru hjartanlega velkomnir.

Vetrarsól
Fimmtudagur, 24. nóvember 2016

Eins og áður var boðað var fyrirhugað að halda hóf til heiðurs læknunum Gylfa og Pétri 30. nóvember n.k. Þeir eru að láta af störfum sem kunnugt er.  Ákveðið hefur verið að fresta kveðjuhófinu um sinn. Ný tímasetning verður tilkynnt síðar.

Undirbúningsnefndin.

Sólarlag í Skeiða og Gnúpverjahreppi
Þriðjudagur, 22. nóvember 2016

Hópurinn Gjálp sem stóð að hugmyndasmiðju sem haldin var í Þjórsárskóla á dögunum   um atvinnutækifæri  í sveitarfélaginu  hefur nú skilað skýrslu, lesa hér.    Hópurinn samastendur að ungu öflugu fólki sem á rætur sínar hér í sveitarfélaginu, og er þetta frábært framtak til þess að efla atvinnustarfsemi hér og gera enn fjölbreyttari.

Kjálkaversfoss í Þjórsá
Föstudagur, 11. nóvember 2016

Nóvember Fréttabréfið er komið  út  Lesa hér  Stútfullt af hinum ýmsu fréttum og aulgýsingum. Kveðjuhóf til heiðurs læknunum Gylfa og Pétri, augl. bls.4  - 35. fundargerð sveitarstjórnar bls. 18 og pistill sveitarstjóra bls. 28.  svo eitthvað sé nefnt.

Heimsókn í Slakka í sept. 2016
Fimmtudagur, 10. nóvember 2016

 Myndband um lífið í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var gert á dögunum sem hægt er að spila hér.   Og nú er það í fullum gæðum. Sjón er sögu ríkari.  Verið velkomin til búsetu hjá okkur.

Leikskólinn Leikholt er gjaldfrjáls
Miðvikudagur, 9. nóvember 2016

Langar þig að leggja þitt að mörkum til atvinnuuppbyggingar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi?Langar þig, eða einhver sem þú þekkir, að búa til atvinnutækifæri sem gera þér og þínum kleift að búa í sveitinni? Sérð þú ónýtt atvinnutækifæri í kringum þig sem þú vilt koma á framfæri? Gengur þú jafnvel með viðskiptahugmynd í maganum?

Ef svarið er já við einhverjum af þessum spurningum og jafnvel fleiri en einni skaltu koma á hugmyndasmiðju sem verður haldin í Þjórsárskóla laugardaginn 12. nóvember kl. 13 – 18.

Þjórsárskóli
Þriðjudagur, 8. nóvember 2016

Fjölsóttasta ferðamannasvæði landsins - þróun á tímum örra breytinga. Málþing um ferðaþjónustu í Uppsveitum Árnessýslu, verður haldið í Golfskálanum á Efra-Seli, Hrunamannahreppi (Flúðum)
fimmtudaginn 17. nóvember kl. 13:00-16:00.

Frummælendur verða  
Einar Á.E. Sæmundsen fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum
og Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu.
Einnig verða sagðar reynslusögur fyrirtækja á svæðinu
og almennar umræður.

Garðagróður

Pages