Allar fréttir

Miðvikudagur, 16. desember 2015

Brunavarnaáætlun Brunavarna Árnessýslu var undirrituð föstudaginn 11. desember í sal slökkviliðsins í Björgunarmiðstöðinni. Það voru sveitarstjórar í sýslunni eða fulltrúar þeirra ásamt formanni fagráðs BÁ, forstjóra Mannvirkjastofnunar og settum slökkviliðsstjóra BÁ Selfossi sem munduðu pennann af því tilefni. Áætlunin er búin að vera í vinnslu um allnokkurt skeið.

Við undirritun í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi
Þriðjudagur, 15. desember 2015

Kosning er nú hafin, utan kjörfundar, um nafn á sveitarfélagið, á opnunartíma skrifstofu sveitarfélagsins í Árnesi (mánud.—fimmtud. kl. 09-12 og 13-15 og föstud. kl. 09-12)og stendur hún  frá 15. desember til og með föstud. 8. janúar 2016. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofunni á sama tíma. Kjörfundur verður laugardaginn 9. janúar 2016 kl.10 -18 í Bókasafninu  í Brautarholti. Sömu reglur gilda um þessar kosningar og þegar kosið er til sveitarstjórnar.

Félagsheimilið Árnes í vetrarríki
Fimmtudagur, 10. desember 2015

Fréttabréf desember er komið út  LESA HÉR   Meðal efnis: Pistill frá oddvita og sveitarstjóra, auglýsingar um fjölskylduhátíð Landstólpa, kosningar, skötuveislu, jólaball, hattaball og margt  fleira.  Aðsend grein um virkjanir, Smárafréttir og fleira. Gleðilega hátíð. 

Landstólpi fjölskylduhátíð 11. desember kl 14 og kvölddagskrá kl. 20
Fimmtudagur, 10. desember 2015

Ekki tókst að halda íbúafund um samfélagsleg áhrif virkjana síðasta laugardag vegna veðurs. Nýr fundartími er kl 11:00-14:00 á laugardaginn næstkomandi, þann 12. desember. Fundurinn verður haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Til fundarins boðar faghópur III, sem meta á samfélagsleg áhrif virkjanakosta í þriðja áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar (sjá www.ramma.is). Íbúum Ásahrepps, Flóahrepps, Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps er boðið til fundarins og stefnt er að því að ræða ýmis samfélagsleg áhrif virkjana.

Úr Gjánni í þjórsárdal
Þriðjudagur, 8. desember 2015

Ákveðið hefur verið að fella niður skólahald í Þjórsárskóla í dag, þriðjudaginn 8. desember. Einnig er Leikskólinn í Brautarholti lokaður í dag, 8. desember. Allt verður vonandi með eðlilegum hætti miðvikudaginn 9. desember.

Þjórsárskóli
Mánudagur, 7. desember 2015

Veðurstofan hefur sent frá sér meðfylgjandi Viðvörun (sjá viðhengi). Veðurspá og  viðvörun sjá hér   Veðurstofunni, sunnudaginn 6. desember 2015 kl. 12:00 Langt suður í hafi er nú lægð í myndun. Hún dýpkar með eindæmum hratt í nótt og er þrýstingi í miðju hennar spáð 944 mb seint annað kvöld og á hún þá að vera stödd suður af Reykjanesi. Á þeirri stundu verður 1020 mb hæðarhryggur skammt N af Scoresbysundi á austurströnd Grænlands og heldur hann á móti lægðinni.

Vetrarveður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Fimmtudagur, 3. desember 2015

Bakvakt almannavarnadeildar vekur athygli á spá veðurstofunnar, sjá tilkynningu Veðurstofunnar í viðhengi. Veðurstofan vill vekja sérstaka athygli á eftirfarandi:  Viðvörun:  Búist er við stormi (meðalvindi yfir 20 m/s) á landinu síðdegis á morgun ( föstudag) og ofsaveðri (meðalvindi yfir 28 m/s) við Öræfajökul, Mýrdalsjökul, Eyjafjöll og í Vestmannaeyjum.

Vetrarveður í Skeiða- og Gnúpverjareppi
Fimmtudagur, 26. nóvember 2015

Faghópur III býður íbúum Ásahrepps, Flóahrepps, Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps  til opins íbúafundar til að ræða samfélagsleg áhrif virkjanakosta í Þjórsá.

Til fundarins boðar faghópur III, sem meta á samfélagsleg áhrif virkjanakosta í þriðja áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar (sjá www.ramma.is).

í Gjánni
Miðvikudagur, 25. nóvember 2015

Örnefnanefnd hefur kveðið upp úrskurð um hver þeirra átta nafna sem tillögur bárust um sé heimilt að nota. Sveitarstjóri sendi nefndinni fyrir hönd  sveitarstjórnar erindi í byrjun nóvember þar sem þess var óskað. 

Tillögurnar eru eftirtaldar : Eystribyggð · Eystrihreppur · Skeiða- og Gnúpverjahreppur · Vörðubyggð · Þjórsárbakkar · Þjórsárbyggð · Þjórsárhreppur  og  Þjórsársveit.

Í sjónarmiðum Örnefnanefndar er getið um seinni nafnliði sveitarfélaga.

Sólarupprás í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Þriðjudagur, 24. nóvember 2015

Haldinn verður kynningarfundur um val á nafni á sveitarfélagið Þann 30. nóvember kl. 20:30. í Árnesi. Oddviti og sveitarstjóri fara yfir  kosningaferlið og svara spurningum. Sömu reglur gilda um þessar kosningar og þegar kosið er til sveitarstjórnar.   Allir  velkomnir.

 

Í Þjórsárdalsskógi

Pages