Allar fréttir

Miðvikudagur, 9. september 2015

Fréttabréf september  er komið út  lesið hér  þar eru auglýsingar um dansleiki, tónleika, Yoga, leikifimi og á bls. 3 er auglýsing fyrir ökumenn dagana 10., 11. og 12. september . En þá daga geta orðið verulegar tafið á umferð á  þjóðvegum nr. 30 og 32 Skeiðavegi og þjórsárdalsvegi þessa dag. Einnig auglýst á síðu Vegagerðarinnar og lögreglunnar ásamt auglýsingu í Dagskránni og  hér á heimasíðunni.  Fylgist  vel með því t.d seinnipart fimmtudagsins 10.

Gjáin í þjórsárdal
Mánudagur, 7. september 2015

Gámasvæðið við Árnes hefur verið flutt.   Nú stendur það við E– götu vestan Suðurbrautar í  Árnesi. 

Opið eins og áður:  þriðjudaga kl. 14:00 - 16:00   laugardaga  kl.  10:00 - 12:00

Gámasvæðið við Brautarholti er á sínum stað.  þar er opið:

miðvikudaga     kl .  14:00 - 16:00  

laugardaga    kl.   13:00 - 15:00

Dýragámar opnir allan sólarhringinn á báðum stöðum.

Mynd af svæðinu verður sett inn  fljótlega til skýringar .

Reyniviðartré í Skeiða-og Gnúpverjahreppi
Fimmtudagur, 3. september 2015

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsverkefni: 

1.     Breyting á aðalskipulagi Biskuptstungnahrepps 2000-2012 í landi Brekku. Landbúnaðarsvæði breytist í svæði fyrir frístundabyggð.

Vörðufell á Skeiðum
Miðvikudagur, 2. september 2015

Réttarball verður haldið í Árnesi föstudaginn 11. september. Húsið opnar kl. 22:00 - 02:00.        20 ára aldurstakmark. 2.500,- kr inn.

Hljómsveitin Bandmenn
Sunnudagur, 23. ágúst 2015

 

Vetraropnun frá 1. sept.   -   1. nóv. 2015  -  Skeiðalaug 

Skeiðalaug
Þriðjudagur, 18. ágúst 2015

Brúnn graðhestur 2- 4 vetra gamall ómerktur og ómarkaður var handsamaður 1 ágúst sl í Steinsholti. Hrossið er í vörslu Björns Jónssonar að Vorsabæ 2. Þeir sem kannast við lýsinguna á hrossinu, er bent á að hafa samband við Björn í síma 861-9634 eða sveitarstjóra í síma 486-6113.

Rauðjarpt mertrippi 2-3 vetra gamalt ómerkt og ómarkað fannst 16. júlí sl. í Þjórsárdal. Hrossið er í vörslu Bjarna Mássonar í Háholti.

Þeir sem kannast við lýsinguna á hrossinu, er bent á að hafa samband við  Bjarna í síma 862-4917 eða sveitarstjóra í síma 486-6113

Jarpa hryssan sem fannst 16. júlí
Miðvikudagur, 12. ágúst 2015

Nú hefur Fréttabréf ágústmánaðar  litið dagsins ljós eftir sumarfríið og heilmikið að LESA HÉR    Á bls. 2 eru auglýsingar frá Afréttarmálafélögunum,  bls. 6 Nýja heimasíðan, bls.7 Framkvæmd kosninga um nýtt nafn bls.8  Frá umhverfisnefnd bls. 9 Hrunaprestakall, messuplan  bls. 12 & 13 aðsendar greinar bls.14. 17. fundargerð sveitarsjórnar og margt fleira.

Reyniviður
Þriðjudagur, 11. ágúst 2015

Auglýst er eftir umsjónarmanni Skólasels Flúðaskóla Vinnutími er eftir að skóla lýkur til kl 16:15 frá mánudegi til fimmtudags.

Viðkomandi þarf að: · Vera jákvæður    ·vera sjálfstæður í vinnubrögðum    ·hafa gaman af því að starfa með börnum.

Starfshlutfall 30 – 60 % eftir samkomulagi. Íslenskukunnátta áskilin.

Laun samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Foss.

Upplýsingar gefur Guðrún Pétursdóttir, skólastjóri í síma 480 6610 eða í tölvupósti gudrunp@fludaskoli.is.

Sólarupprás
Sunnudagur, 9. ágúst 2015

Uppsveitahringurinn verður haldinn í Reykholti laugardaginn 15. ágúst. Þátttakendur verða ræstir sem hér segir: Kl. 10.00 - 46 km keppnishjólreiðahópur leggur af stað og endar í Reykholti Kl. 10:30 - 10 km keppnishlauparar leggja af stað frá Flúðum og enda í Reykholti Kl. 10:30 - 10 km hjólreiðahópur leggur af stað frá Flúðum og endar í Reykholti Kl. 13:00 - Krakkahlaup á íþróttavellinum 400 metrar Kl. 13:30—Verðlaunaafhending og frábær skemmtidagskrá—Tvær úr Tungunum.

Glaðir þátttakendur
Fimmtudagur, 6. ágúst 2015

Nú lítur dagsins ljós nýr vefur sveitarfélagsins. www.skeidgnup.is Markmiðið með honum er að gefa notendum greinargóðar upplýsingar um starfsemi sveitarfélagsins og ýmsan fróðleik.

Gjáin  í Þjórsárdal

Pages