Allar fréttir

Þriðjudagur, 3. March 2020

Hér eru verklagsreglur  vegna smithættu fyrir starfsmenn sem vinna við sorpflokkun -  en við erum mjög mörg að handleika og fara með sorp og dýraleifar á gámasvæðin og við ættum að kynna okkur þessar leiðbeiningar og nota þegar það á við.

Göngubrú við Stöng
Mánudagur, 2. March 2020

Boðað er til 37. fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps
í Árnesi  4. mars, 2020 klukkan 16:00.

Dagskrá

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu

1. Húsnæðisáætlun 2020- 2024

2. Staðsetning á fjósi í Haga

3. Hólaskógur samningar.

4. Fæla - Stofnun lögbýlis

5. Umsókn um styrk til vatnsveitu

6. Stöng umsókn vegna framkvæmda

7. Klettar - leyfi

8. Fjárhagur sjóðsstreymi

Fundargerðir til afgreiðslu

Vetur í Skeiða-og Gnúverjahr. 17.02.2020
Miðvikudagur, 26. febrúar 2020

Ertu með frábæra hugmynd? Núna er aðeins vika þar til lokað verður fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Sæktu um fyrir 3. mars, kl. 16:00.
Kynntu þér nýjar áherslur og úthlutunarreglur sjóðsins
www.sass.is/uppbyggingarsjodur

 

 

Vindmylla á Hafinu fyrir innan Búrfell
Fimmtudagur, 13. febrúar 2020

 Veðurstofa Íslands hefur nú síðdegis 13. febrúar uppfært viðbúnaðarstig upp á Rautt

 

Í febrúar 2018
Miðvikudagur, 12. febrúar 2020

Fréttabréfið er komið út og úr ýmsu að moða. LESA HÉR  Hálendisböð, friðlýsing, heilsuefling, fréttir úr skólunum  og ýmislegt annað sem er á döfinni komið á prent. Blaðið ætti að koma með næstu póstferð í hús. Á fimmtudaginn.

Rauðá rennur tær við Stöng
Þriðjudagur, 11. febrúar 2020

Ungmennaráð UMFÍ stendur nú í ellefta sinn fyrir ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Ráðstefnan fer fram 1. – 3. apríl í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Yfirskrift ráðstefnunnar er Lýðræðisleg áhrif. Hvar, hvenær og hvernig hefur ungt fólk áhrif?  Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16 - 25 ára. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og komast aðeins 80 þátttakendur að. Fullorðinn einstaklingur þarf að fylgja þátttakendum yngri en 18 ára. Þátttökugjald er 15.000 kr. fyrir hvern þátttakanda. Innifalið í gjaldinu eru ferðir, uppihald og ráðstefnugögn. UMFÍ styrkir 80% af ferðakostnaði.

Ungmenni í vinnu
Fimmtudagur, 6. febrúar 2020

Í tilefni af áformum um friðlýsingu mennigarlandslags í Þjórsárdal blæs Minjastofnun Íslands til opins kynningarfundar um verkefnið í Árnesi þann 10. febrúar kl. 14:00. Friðlýsinginarskilmála má nálgast á heimasíðu Minjastofnunar www.minjastofnun.is og hér að neðan. Allir eru velkomnir á fundinn.

Gjáin í Þjórsárdal
Miðvikudagur, 5. febrúar 2020

Skráning er í fullum gangi í Lífshlaupið 2020. Á ekki að vera með í ár, skapa skemmtilega stemningu í sveitafélaginu og koma á keppni milli stofnana og vinnustaða innan sveitafélagsins? Endilega hvetjið alla íbúa til að taka þátt og vera með í landskeppni í hreyfingu J

Lífshlaupið hefst formlega miðvikudaginn 5. febrúar en það er bara í næstu viku þannig dreifið endilega boðskapnum sem víðast. Stöndum saman og hvetjum landsmenn til heyfingar!

Til upprifjunar:

Víkingar í Þjórsárdalnum
Miðvikudagur, 5. febrúar 2020

36. fundur sveitarstjórnar

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  5 febrúar, 2020 klukkan 16:00.

 

Dagskrá

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar

1. Fish partner samtal

2. Stjórnsýslukæra vegna gatnagerðargj. Holtabraut 14, 16, 25 og  31

Þjórsárskóli
Fimmtudagur, 30. janúar 2020

Friðlýsing hluta Þjórsárdals. Umhverfis- og auðlindaráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson undirritaði  friðlýsingu svæðis í Þjórsárdal kl 16:30 í dag, fimmtudaginn 30. janúar.  Verndargildi og sérstaða þess felst fyrst og fremst í jarðfræðilegri sérstöðu, fágætu og fögru landslagi. Svæðið verður nú friðlýst sem landslagsverndarsvæði en innan þessu eru Gjáin, Háifoss, Granni og Hjálparfossi sem friðlýst verða sem sérstök náttúruvætti.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra  undirritar friðlýsingarskjalið

Pages