Allar fréttir

Föstudagur, 22. March 2019

Matreiðslumann vantar í 100% starfshlutfall frá og með næsta skólaári. Starfið felst í:

 • Daglegri matreiðslu á hollum og fjölbreyttum mat fyrir grunnskóla, leikskóla og eldri borgara
 • Pöntun og innkaupum frá birgjum
 • Ábyrgð á birgðahaldi
 • Gerð fjárhagsáætlunar í samvinnu við skólastjóra
 • Önnur störf sem falla til í eldhúsi.

 

Umsóknarfrestur er til 5. apríl.

Flúðaskóli
Miðvikudagur, 20. March 2019

Sveitarfélagið hyggst festa kaup á allt að tveimur nýjum íbúðum í þéttbýliskjörnunum við Árnes og í Brautarholti. Afhending fari fram fyrir árslok 2019. Eigi síðar en í byrjun árs 2020. Auglýst er hér með eftir tilboðum. Tilgreina þarf eftirfarandi í tilboði.

Verð og stærð íbúða.

Val á byggingarefni.

Reynsla og réttindi viðkomandi í byggingariðnaði.

Staðfesting um full skil á opinberum gjöldum og öðrum vörslugjöldum

Árneshverfið
Sunnudagur, 17. March 2019

            Í félagsheimilinu Árnesi er leikverkið Nanna systir eftir Kjartan Ragnarsson og  Einar Kárason í leikstjórn Arnar Árnasonar sýnt um þessar mundir við góðar undirtektir.

Stórskemmtileg sýning sem enginn ætti að missa af. Valinn einstaklingur er í hverju hlutverki. Frammistaða leikaranna er afbragðsgóð. Það er Leikdeils Ungmennafélags Gnúpverja sem stnedur fyrir sýningunni. Deidin setur upp leikrit annan hvern vetur af miklum myndarskap.

Leikendur og yngsti leikhúsgesturinn ( viku gömul stúlka)
Laugardagur, 16. March 2019

                           Boðað er til 17.  fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 20. mars 2019  kl. 09:00.  Dagskrá:

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.     Landsvirkjun. Georg Pálsson og Olivera Liic frá Búrfellstöð mæta til fundar.

2.     Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Skýrsla Skipulagsstofnunar.

Fimmtudagur, 14. March 2019

Aðalfundur Landbótafélags Gnúpverja verður haldinn þriðjudagskvöldið 19. Mars kl. 20.30 í Þjórsárskóla. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf auk þess sem fulltrúi frá Landgræðslu Ríkisins kynnir verkefnið GróLind, en það er verkefni sem ætlað er að skila með reglubundnum hætti heildarmati á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins.

 

Vetur við Þjórsárdalslaug
Fimmtudagur, 7. March 2019

 Í Áneshverfi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru lausar til umsóknar
eftirtaldar einbýlishúsalóðir:
Hamragerði 3 stærð 1.173 m2.
Hamragerði 4 stærð 1.031 m2.
Hamragerði 5 stærð 1.165 m2.
Hamragerði 9 stærð 1.088 m2.
Hamragerði 10 stærð 1.66 m2
Hamragerði 12 stærð 1.074 m2.
Hamragerði 14 stærð 1.156 m2.

Gatan var malbikuð síðastliðið sumar og verður gengið frá gangstígum á komandi vori. Hitaveita er á staðnum sem og ljósleiðari.

Árneshverfið - grunnskólinn t.h.
Fimmtudagur, 7. March 2019

Skeiða- og Gnúpverjahreppur auglýsir starfs forstöðumanns þjónustustöðvar laust til umsóknar. Verkefni forstöðumanns

 • Umsjón og eftirlit með eignum sveitarfélagsins. Þar eru meðtaldar fasteignir,gatna- og veitukerfi auk landssvæða.
 • Umsjón framkvæmda
 • Umsjón Sorpþjónustu
 • Rekstur áhaldahúss
 • Umsjón vinnuskóla
 • Samskipti við verktaka
 • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við sveitarstjóra

Menntunar – og hæfniskröfur

Úr Þjórsárdal
Laugardagur, 2. March 2019

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 6. mars 2019  kl. 09:00. Dagskrá:

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.     Samþykkt um Skeiða- og Gnúpverjahrepp grein.40. Breyting. Seinni umræða.

2.     Húsnæðisáætlun Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 2019-2025.

3.     Fjárfestingaáætlun 2019. Viðauki- húsnæðiskaup.

4.     Úthlutun lóðar í Brautarholti.

5.     Samþykkt um búfjárhald- dýravelferð.

6.     Samþykkt um meðhöndlun úrgangs.

Malbikunarframkvæmdir í Hamragerði í Árneshverfi
Mánudagur, 11. febrúar 2019

Fréttabréfið er komið á vefinn LESA HÉR . Fréttir, auglýsingar og fleira.

Árnes
Mánudagur, 11. febrúar 2019

Laus staða kennara í  Þjórsárskóla. 100% staða í afleysingum frá 18. mars til loka skólaársins. Kennslugreinar eru stærðfræði, náttúrufræði, samfélagsfræði,umsjón, heimilisfræði og útinám.

 Umsóknarfrestur til 25. febrúar 2019. Nánari upplýsingar veitir Bolette Höeg Koch skólastjóri sími 895 9660 netfang : bolette@thjorsarskoli.is

Þjórsárskóli

Pages