Allar fréttir

Þriðjudagur, 17. nóvember 2015

Umhverfisnefnd vill hvetja íbúa Skeiða- og Gnúpverjahrepps að skoða kynningu á Vindmyllugarði þeim sem Landsvirkjun hefur nú þegar haldið hér í sveit og einnig birt á vefsíðu: burfellslundur.landsvirkjun.is. Einnig er staðsettur skjár í Þjórsárstofu, í anddyri Árness, þar sem hægt er að sjá hver umhverfisáhrifin eru talin verða á mjög myndrænan og skýran hátt. Af þeirri vefsíðu er eftirfarandi undir tenglinum kynningartími:

Vindmylla á Hafinu
Fimmtudagur, 12. nóvember 2015

Fréttabréf nóvember 2015 má lesa hér   Þar er ýmislegt að finna eins og fréttir af Skeiðalaug 40 ára, 21. fundargerð sveitarstjórnar,  athugasemdir við bókun,  Hrunaprestakall, þakkir til starfsmanns og margt fleira.

 

 

Þjórsárskóli í sumarblíðunni
Miðvikudagur, 11. nóvember 2015

Uppboð verður haldið hjá Sýslumanninum á Suðurlandi þann 13. nóvember  n.k. kl. 14:00 að Hörðuvöllum 1 Selfossi.  Boðin verða upp tvö hross sem í  óskilum hafa verið í Skeiða- og Gnúpverjahreppi  síðan í sumar og auglýst  hafa verið samkv. lögum. Um er að ræða  brúnan graðhest ca. 7-9 vetra og jarpa meri  ca. 5-6 vetra. Ásdís Halla Arnardóttir,  fulltrúi sýslumanns hefur umsjón með upppboðinu.

Mánudagur, 2. nóvember 2015

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 04 nóvember 2015  kl. 14:00.

Dagskrá:

Mál til umfjöllunar:

1.     Fjárhagsáætlun 2016 og 2016-2019, fyrri umræða

2.     Fjárhagsáætlun 2015 viðaukar.

3.     Tillaga að útsvarsprósentu og fasteignagjöldum.

4.     Tillaga að gjaldskrá Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2015.

5.     Fjárhagsmál.

6.     Kosning um nafn sveitarfélagsins.

7.     Brunavarnaráætlun Brunavarna Árnessýslu.

Þriðjudagur, 27. október 2015

Vissir þú að:  Ekki má henda: tannþræði, lyfjum, blautþurrkum, smokkum, dömubindum, tyggjói, hári, bleyjum, gullfiskum, kreditkortum, leikföngum eða öðru rusli í klósettið.   Í Uppsveitum Árnessýslu er rotþró við hvert hús eða hús tengd skolpkerfi sem svo tengist við hreinsistöð sem safnar seyrunni. Sorpið sem fer í klósettið fer sömu leið og safnast þar saman og fer síðan beina leið í skólphreinsibílana sem safna saman seyrunni.

Haust í Skeiða -og Gnúpverjahreppi
Miðvikudagur, 21. október 2015

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt sameiginleg lýsing á skipulagsáformum ásamt matslýsingu skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.  Hvammsvirkjun, deiliskipulag virkjunar í Þjórsá. Sveitastjórnir Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafa samþykkt að kynna lýsingu vegna áforma um deiliskipulag fyrir Hvammsvirkjun. Framkvæmdasvæði Hvamm­svirkjunar er í báðum sveitarfélögunum.

Urriðafoss í Þjórsá
Þriðjudagur, 20. október 2015

Í dag, þann 20. október  er síðasti dagur til þess að skila inn tillögu að nýju nafni á sveitarfélagið. Koma má með tillögur á skrifstofu í Árnesi  til kl. 16:00 og ef tillaga  er send með Íslandspósti  miðast móttaka við stimpil á umslagi.   Einnig mun sveitarstjóri taka við tillögum eftir lokun skrifstofu til kl. 22:00 í kvöld og má þá hafa samband við hann í  síma 861-7150. 

Merkið umslagið ef tillaga er send:  Skeiða, og Gnúpverjahreppur, Árnesi, 801 Selfoss  (Kosning um nafn 2015)

Sólsetur í Skeiða- og Gnúpverjahrepppi
Laugardagur, 17. október 2015

Á opnunartíma skrifstofu sveitarfélagsins í Árnesi  frá kl. 09-12 og 13-15 mánudaga - fimmtudaga og föstudaga kl. 09 12  liggur frammi skýrsla um mat a umhverfisáhrifum Búrfellslundar. Skýrsluna er hægt að lesa þar.

Úr gjánni í Þjórsárdal
Föstudagur, 9. október 2015

Flúðaskóli auglýsir eftir enskukennara í 50 % starf í 6 vikur frá og með 19. október 2015. Um er að ræða 10 kennslustundir í ensku á yngsta – og miðstigi og 3 kennslustundir stuðningskennsla. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Pétursdóttir skólastjóri í síma 480 6610 eða í tölvupósti gudrunp@fludaskoli.is

Óskum eftir húsgögnum, húsbúnaði og bókum til ættleiðingar

Flúðaskóli
Föstudagur, 9. október 2015

Leikskólinn Leikholt óskar eftir að ráða leikskólakennara frá og með 1. nóvember 2015. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í skólanum.

Pages