Allar fréttir

Mánudagur, 6. júní 2016

Reglulegum strætóferðum úr Árnesi og niður á Sandlækjarholt er hætt frá og með mánudeginum 06. júní 2016. Ekki er lengur grundvöllum fyrir rekstrinum. Boðið er upp á pöntunarþjónustu í staðinn.  Hægt er að panta sér far í síma 893-4426 með tveggja tíma fyrirvara og  lagt er af stað  kl. 07:27 að morgni  og  16:22 síðdegið frá Þjórsárstofu í  Árnesi. 

Strætó
Föstudagur, 3. júní 2016
Uppsprettan 2016.Brokk og skokk  Partý með Magga Kjartans 
Landsleikur, Ísland-Ungverjaland, á stóra tjaldinu 
Leikhópurinn Lotta  Uppsprettumáltíð 
Fróðlegir fyrirlestrar  Hoppukastali  Klifurveggur 
Uppspretturatleikur  Bjástrað á bæjunum, 
Félagsheimilið Árnes
Mánudagur, 30. maí 2016

Frá og með 10. júní -1. júlí er opnunartími Neslaugar sem hér segir:

Miðvikudaga: 18 -22

Föstudaga:   14 - 18

Laugardaga: 10- 18

Sunnudaga:  10 - 18

Mán- þri og fim: Lokað

Neslaug- Árnesi
Laugardagur, 28. maí 2016

Hrunamannahreppur, Kerlingarfjallavinir, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Umhverfisstofnun unnið að undirbúningi friðlýsingar í Kerlingarfjöllum. Drög að friðlýsingarskilmálum hafa nú verið sett á heimasíðu Umhverfisstofnunar á þessari slóð: http://ust.is/einstaklingar/frettir/frett/2016/05/26/Fyrirhugud-fridlysing-i-Kerlingarfjollum/ til kynningar þar sem öllum er gefinn kostur á að senda inn athugasemdir og ábendingar. 

 

 

Kerlingafjöll
Föstudagur, 27. maí 2016

Við útskriftarathöfn á leikskólanum Leikholti í gær fékk skólinn afhent skjal frá ART-teyminu sem staðfestir ART-vottun skólans næstu 3 árin. 6 af 8 starfsmönnum á deildum leikskólans hafa þegar lokið ART-námskeiði og von er á síðustu tveimur eftir sumarið. Til hamingju Leikholt og haldið áfram með ykkar flotta og öfluga ART starf

Elín Anna lárusdóttir, leikskólastjóri tekur við starfestingarskjalinu.
Miðvikudagur, 11. maí 2016

Fréttabréfið maí er komi út.  LESA HÉR Heilmikið um að vera að venju.

Generalprufa  fyrir árshátíð Leikholts
Föstudagur, 6. maí 2016

Opinn íbúafundur um aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 í Árnesi þriðjudaginn 17 maí næstkomandi kl 20:00. Dagskrá fundar:

1. Fundarsetning og kynning á frummælendum–Skafti Bjarnason Oddviti

2. Skipulagsfulltrúi Uppsveita. Lagaumhverfi og skyldur- Pétur Haraldsson. 

Horft til Hofsjökuls
Mánudagur, 2. maí 2016

Kennara vantar í samtals 70% starf við Flúðaskóla. Um er að ræða 10 tíma heimilisfræðikennslu í 1. – 7. bekk og 8 tíma tónmennt og kór í 1. – 5. bekk. Umsóknarfrestur er til 23. maí 2016. Nánari upplýsingar gefur Guðrún Pétursdóttir skólastjóri í síma 4806611 eða tölvupósti gudrunp@fludaskoli.is

 

Flúðaskóli
Þriðjudagur, 26. apríl 2016

Gnúpverjar eru Íslandsmeistarar 3. deildar karla í körfubolta í ár. Þeir lögðu lið Laugdæla í úrslitaleik deildarinnar sem fram fór síðastliðinn föstudag. Lokatölur urðu 78-72. Bæði lið hafa þar með tryggt sér sæti í 2. deild karla að ári. Laugdælir urðu efstir eftir deildarkeppni vetrarins og Gnúpverjar í 2.-3. sæti. Leikin var fjögurra liða úrslitakeppni sem endaði með úrslitaleik liðanna í íþróttahúsi Kennaraháskólans.

Gnúpverjar æfa í Félagsheimilinu Árnesi
Þriðjudagur, 26. apríl 2016

Um er að ræða 100% stöðu. Í sveitarfélögunum er unnin fjölbreytt verkefni á sviði skóla- og velferðarmála og svigrúm er til nýrra verkefna og vinnubragða.

Starfssvið kennsluráðgjafa

Vorið er að koma

Pages