Allar fréttir

Mánudagur, 23. March 2020

Gámasvæðin eru lokuð í ljósi aðstæðna en hægt er að fara með lítilsháttar heimilissorp þangað og viljum við beina þeim tilmælum til fólks að það reyni að fara sem minnst  á gámasvæðin á meðan þessar fáheyrðu aðstæður eru uppi. Einnig benduum við á að ekki er hægt að setja föt í Rauðakross gámana. Meðf eru leiðbeiningar frá Íslenska gámafélaginu um hvernig best sé að haga sér í sambandi við sorp.

 

 

Auglýsing frá Íslenska gámafélaginu
Mánudagur, 23. March 2020

Samkvæmt venju hefði sveitarstjórnarfundur átt að vera haldinn  þann  18. mars. Í ljósi aðstæðna er fundinum frestað til 1. apríl n.k. og erindi fyrir hann þurfa að berast í síðasta lagi þann 27. mars. 

Með bestu kveðju.

Sveitarstjóri.

Félagsheimilið Árnes
Mánudagur, 23. March 2020
  • Allar fjöldasamkomur þar sem fleiri en 20 manns koma saman eru óheimilar meðan takmörkunin er í gildi.  Á það jafnt við hvort sem fólk kemur saman í opinberum rýmum eða einkarýmum.
  • Hvar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi skal tryggt að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga.
Blóm á vegg
Mánudagur, 16. March 2020

Almennt gildir að áhersla er lögð á samskipti í gegnum síma. Ekki er hægt að koma í viðtal á skrifstofum meðan þetta ástand varir.

Uppsveitir s. 480-1180

Barnavernd-  Tilkynningum um barnavernd skal beina á netfangið barnavernd@arnesthing.is eða í síma 480-1180. Utan hefðbundins dagvinnutíma er hringt í síma 112 ef tilkynning er þess eðlis að bregðast þurfi við henni tafarlaust.

Heimaþjónusta – síma 480-1180. Netfang sigrun@laugaras.is

Hekla í baksýn
Föstudagur, 13. March 2020

Stjórn Héraðsnefndar Árnesinga hefur samþykkt að skipa Lilju Loftsdóttur á Brúnum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í stöðu Markavarðar Árnessýslu.

Úr Skaftholtsréttum
Fimmtudagur, 12. March 2020

Hjónaballsnefndin hefur ávkveðið að fresta fyrirhguðu hjonaballa um óákveðinn tíma vegna Covid 19 veirunnuar. En til stóð að ballið yrði þann 28 mars nk. 

Stefnt er ákveðið að því að hjónaballið verði haldið eins fljótt og aðstæður leyfa. 

Þeir sem þegar hafa greitt miðana  munu fá endurgreitt

 

Nánar verður tilkynnt þegar ákvörðun um nýja tímasetningu liggur fyrir

 

Hjónaballnefndin.

Miðvikudagur, 11. March 2020

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Aðalskipulagsmál.

Samkvæmt  2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

Tjörnin og íbúar hennar  að Grænuhlíð á Skeiðum
Þriðjudagur, 10. March 2020

Tilfellum nýju kórónaveirunnar hefur fjölgað hratt undanfarna daga og vikur.

Minnisvarði um vatnamælingamanninn Sigurjón Rist. Mynd ótengd frétt.
Mánudagur, 9. March 2020

Blessunarlega hafa samningar tekist milli hlutaðeigandi aðila. Blessunarlega kemur því ekki til verkfalls og við höldum öll okkar striki í okkar daglegu störfum

Sveitarstjóri 

Árnes í vetrarskrúða
Mánudagur, 9. March 2020

Landlæknisembættis hefur gefið út upplýsingar um COVID-19, kórónaveiruna sem nú herjar á marga í Asíu og veiran hefur breiðst út til margra annarra landa. Landlæknir leggur mjög mikla áherslu á handþvott með sápu, veiran þolir illa fituleysanleg efni og þar kemur sápan sterk inn.

Minnisvarði um Sigurjón Rist vatnamælingamann. Mynd ótengd frétt.

Pages