Allar fréttir

Miðvikudagur, 28. apríl 2021

 

Í Flúðaskóla verða um 100 nemendur næsta skólaár. Við skólann starfa áhugasamir og metnaðarfullir starfsmenn. Gildi skólans er virðing-vitneskja. Lögð er áhersla á að skapa námsumhverfi þar sem allir eru virkir, öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu

Laus til umsóknar eru störf :

Kvöldsól
Fimmtudagur, 22. apríl 2021

Eins mörgum mun vera kunnugt um hefur Kristófer Tómasson sveitarstjóri sagt upp störfum. Hann mun starfa til næstu mánaðamóta. Samþykkt var á fundi sveitarstjórnar í gær 21. apríl, að semja við Sylvíu Karen Heimisdóttur aðalbókara sveitarfélagsins um að hún taki tímabundið við verkefnum sveitarstjóra. Oddviti og varaoddviti munu taka við hluta af þeim verkefnum sem hafa verið á hendi sveitarstjóra. Verkaskipting þeirra verður tilgreind fljótlega. Jafnframt mun Hrönn Jónsdóttir þjónustufulltrúi fara úr hálfu starfi í fullt starf frá og með 1. júní næstkomandi. 

Þriðjudagur, 20. apríl 2021

Enn eina ferðina þarf að loka fyrir kaldavatnið hjá Árnesveitu. Lokað verður fyrir vatnið kl. 21:30 +o kvöld, 20. apríl og verður lokað til kl. 6:30 í fyrramálið en einnig gætu komið til styttri lokana á morgun, en þá stendur til að hleypa á vatni á nýja lögn.

Viðgerð á kaldavatnslögn í Kálfá
Þriðjudagur, 20. apríl 2021

Grunnskólakennarar í Þjórsárskóla

Lausar eru 2,5 stöður kennara í  Þjórsárskóla. Tvær 100% og ein 50%

 

Umsjónarkennsla á yngri stigi. Kennslugreinar eru stærðfræði, náttúrufræði, samfélagsfræði, ART, heimilsfræði, enska og íþróttir í 1.-7. bekk ( ekki sund), útinám, textíl í 1.-7. og Íslenska á miðstigi.

 

 Umsóknarfrestur til 22. apríl 2021.

 Nánari upplýsingar veitir Bolette Höeg Koch skólastjóri sími 895 9660 netfang : bolette@thjorsarskoli.is

Mánudagur, 19. apríl 2021

Þá er aprílblað rafræna fréttabréfsins Gauksins tilbúið og má finna hér.

Þar sem nú er tími farfuglanna flæktist hinn rafræni Gaukur inn í hugrenningar um hrossagauka. Í íslenskum þjóðsögum er að finna eftirfarandi vísu um hvað hnegg hrossagauksins þýðir eftir því hvaðan maður heyrir það:

Kvöldsól og tré
Mánudagur, 19. apríl 2021

Dagskrá fundarins

1. Yfirlit yfir verkefni heimaþjónustu

2. Ársreikningur 2020 síðari umræða

3. Ársreikningur Hitaveitu Brautarholts

4. Lántaka sveitarfélagsins

5. Viðauki fjárhagsáætlunar 2021

6. Ráðning sveitarstjóra - ferli

7. Barngildi

8. Ávaxtagjald

9. Fundargerð 215  fundar Skipulagsnefndar

Úr Gjánni
Föstudagur, 16. apríl 2021

Stjórn Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. óskar eftir að ráða forstöðumann sem hefur yfirumsjón með og samhæfir störf félagsráðgjafa, deildarstjóra í heimaþjónustu, forstöðumanna þjónustueininga á starfssvæðinu og sérfræðinga skólaþjónustunnar. Allar helstu upplýsingar um starfið, helstu verkefni, menntunar- og hæfniskröfur, umsóknarfrestur og fleira má finna hér.

Birkikvistur
Miðvikudagur, 14. apríl 2021

Stefnt er að útgáfu næsta tölublaðs Gauksins í síðasta lagi mánudaginn 19. apríl. Aðsendar greinar, auglýsingar eða annað sem íbúar vilja koma í blaðið má senda á netfangið hronn@skeidgnup.is fyrir föstudagsmorgun 16. apríl nk.  Eins má senda ábendingar eða tillögur ef það er eitthvað sérstakt sem fólk vill sjá í blaðinu. 

Af bílasýningu í Svíþjóð 2019
Þriðjudagur, 13. apríl 2021

Borið hefur á því að gaskútum sé stolið í sumarhúsahverfum hér í uppsveitum Árnessýslu og hafa þjófarnir m.a. lagt leið sína hingað í Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Við hvetjum því alla sem geta  til að ganga vel frá gaskútum þegar bústaðir eða heimili eru mannlaus og allir hvattir til að hafa augun hjá sér ef vart verður við dularfullar mannaferðir. 

Nágrannavarsla
Mánudagur, 12. apríl 2021

Lokað verður fyrir kaldavatnið hjá þeim sem notast við kaldavatnsveitu Árness. Lokunin verður næstkomandi nótt, aðfararnótt þriðjudags 13. apríl. Lokað verður kl. 21.00 og opnað aftur kl. 6.30 í fyrramálið. 

Vonast er til að vandamálið verði leyst í þetta sinn.

Nánari upplýsingar veitir Björn sími 893-4426 

 

Vatnsleki í Þjórsárdal

Pages