Allar fréttir

Laugardagur, 23. janúar 2021

Það er unnið að því að byggja veglega reið- og göngubrú yfir Þjórsá. Staðsetning er skammt frá Þjófafossi við Búrfellsskóg. Lokið hefur verið við uppsteypu brúarstólpanna.

Landsvirkjun kostar framkvæmdina sem móitvægisaðgerð. Verkefnið er unnið í góðu samstarfi við sveitarfélögin Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Rangárþing ytra. Lögð er áhersla á að brúin og aðkoma að henni falli snyrtilega inn í landslagið. Allt bendir til að brúin verði tilbúin til notkunar í júní næstkomandi.

Þriðjudagur, 19. janúar 2021

Dagskrá fundar

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar

1. Kynning á Hrútmúlavirkjun

2. Leikholt -framkvæmdir vegna myglu

3. Fundargerð skólanefndar - leikskólamál

4. Samningur um leigu á húsnæði undir leikskóla

5. Tillögur að leikskólagjöldum

6. Fjárhagsáætlun viðauki 2021

7. Samningur um félagsheimilið árnes

8. Bókasafn - framtíð

9. Fréttabréf - útgafa

10. Holtabraut 21-23

11. Fundargerð 209 fundar Skipulagsnefndar

12. Fundargerð NOS 05.01.2021 13. 

Leikskólinn og félagsheimilið í Brautarholti
Fimmtudagur, 14. janúar 2021

Skömmu fyrir jól greindist mygla í húsnæði leikskólans Leikholts. Í ljósi þeirra aðstæðna var það metið svo að ekki væri um annað að ræða en flytja starfsemina úr húsnæðinu. Nokkrir húsnæðiskostir hafa verið skoðaðir og metnir að undanförnu af því tilefni. Það var tekin ákvörðun um það síðastliðinn föstudag að flytja starfsemi leikskólans að Blesastöðum á Skeiðum í húsnæði sem áður hýsti dvalarheimili fyrir aldraða og hefur undanfarin ár hýst ferðaþjónustu. Núna um helgina hefur verið unnið af miklum krafti að flutningi á búnaði úr leikskólanum að Blesastöðum.

Leikskólinn Leikholt Ljósm khg.
Fimmtudagur, 14. janúar 2021

Bókasafnið er lokað í kvöld 14 janúar.

 

Nánar um framhald bókasafnsins síðar 

 

Sveitarstjóri 

 

Þriðjudagur, 12. janúar 2021

Nýtt sorphirðudagatal fyrir árið 2021 er komið hingað á heimasíðuna undir Þjónusta - Sorpmál (Hér

Blessuð sólin elskar allt
Þriðjudagur, 12. janúar 2021

Boðað er til 53. fundar sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi 13. janúar 2021

Dagskrá

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:

1. Trúnaðarmál

2. Leikholt- ráðstafanir vegna myglu

3. Þjónusta í leikholti

4. Fjárhagsmál - fjárhagsáætlun 2021  - viðauki

5. Samningur um rekstur Árness

6. Hrafnshóll - Nýjatún umsókn

Reyniberin hennar Kiddu
Föstudagur, 8. janúar 2021

Félagsþjónustan í Laugarási óskar eftir félagsráðgjafa

Félagsráðgjafi óskast til starfa hjá Félagsþjónustunni í Laugarási. Um er að ræða 100% starf sem er laust nú þegar. Starfið býður uppá tækifæri til þátttöku í faglegu þróunarstarfi auk þess sem áhersla er lögð á möguleika starfsfólks til að styrkja sig faglega á þessum vettvangi.

Sunnudagur, 3. janúar 2021

Skrifstofa Skeiða- og Gnúpverjahrepps verður lokuð föstudaginn 26. febrúar v. styttingu vinnuvikunnar. 

Föstudagur, 1. janúar 2021

Einhverjar "truflanir" gætu orðið á rennsli kalda vatnsins á starfssvæði Kaldavatnsveitu Árness á morgun fimmtudaginn 25. febrúar eftir hádegi. Einhver leki virðist vera að há veitunni og stendur yfir leit að lekanum. Allar vísbendingar um leka eða skemmdir sem gætu valdið minnkandi þrýstingi eru vel þegnar. 

Vatnið í Gjánni
Miðvikudagur, 23. desember 2020

Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð 24. des. aðfangadag og 28. desember.  Opið eins og venjulega 29. og 30. desember  kl. 09 -12 og 13 -14 en lokað 31. des. gamlársdag. Opið frá 4. janúar 2021 með venju bundnum hætti.

Jólakveðja frá starfsfólki  skrifstofu.

Pages