Allar fréttir

Miðvikudagur, 27. March 2019

Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Aðalskipulagsmál Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynntar skipulagslýsingar fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar: 

 1. Breyting á aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022, Miðmundarholt 1-6. 

   Kynnt er skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022.

Úr Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Föstudagur, 22. March 2019

Matreiðslumann vantar í 100% starfshlutfall frá og með næsta skólaári. Starfið felst í:

 • Daglegri matreiðslu á hollum og fjölbreyttum mat fyrir grunnskóla, leikskóla og eldri borgara
 • Pöntun og innkaupum frá birgjum
 • Ábyrgð á birgðahaldi
 • Gerð fjárhagsáætlunar í samvinnu við skólastjóra
 • Önnur störf sem falla til í eldhúsi.

 

Umsóknarfrestur er til 5. apríl.

Flúðaskóli
Miðvikudagur, 20. March 2019

Sveitarfélagið hyggst festa kaup á allt að tveimur nýjum íbúðum í þéttbýliskjörnunum við Árnes og í Brautarholti. Afhending fari fram fyrir árslok 2019. Eigi síðar en í byrjun árs 2020. Auglýst er hér með eftir tilboðum. Tilgreina þarf eftirfarandi í tilboði.

Verð og stærð íbúða.

Val á byggingarefni.

Reynsla og réttindi viðkomandi í byggingariðnaði.

Staðfesting um full skil á opinberum gjöldum og öðrum vörslugjöldum

Árneshverfið
Sunnudagur, 17. March 2019

            Í félagsheimilinu Árnesi er leikverkið Nanna systir eftir Kjartan Ragnarsson og  Einar Kárason í leikstjórn Arnar Árnasonar sýnt um þessar mundir við góðar undirtektir.

Stórskemmtileg sýning sem enginn ætti að missa af. Valinn einstaklingur er í hverju hlutverki. Frammistaða leikaranna er afbragðsgóð. Það er Leikdeils Ungmennafélags Gnúpverja sem stnedur fyrir sýningunni. Deidin setur upp leikrit annan hvern vetur af miklum myndarskap.

Leikendur og yngsti leikhúsgesturinn ( viku gömul stúlka)
Laugardagur, 16. March 2019

                           Boðað er til 17.  fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 20. mars 2019  kl. 09:00.  Dagskrá:

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.     Landsvirkjun. Georg Pálsson og Olivera Liic frá Búrfellstöð mæta til fundar.

2.     Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Skýrsla Skipulagsstofnunar.

Fimmtudagur, 14. March 2019

Aðalfundur Landbótafélags Gnúpverja verður haldinn þriðjudagskvöldið 19. Mars kl. 20.30 í Þjórsárskóla. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf auk þess sem fulltrúi frá Landgræðslu Ríkisins kynnir verkefnið GróLind, en það er verkefni sem ætlað er að skila með reglubundnum hætti heildarmati á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins.

 

Vetur við Þjórsárdalslaug
Fimmtudagur, 7. March 2019

 Í Áneshverfi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru lausar til umsóknar
eftirtaldar einbýlishúsalóðir:
Hamragerði 3 stærð 1.173 m2.
Hamragerði 4 stærð 1.031 m2.
Hamragerði 5 stærð 1.165 m2.
Hamragerði 9 stærð 1.088 m2.
Hamragerði 10 stærð 1.66 m2
Hamragerði 12 stærð 1.074 m2.
Hamragerði 14 stærð 1.156 m2.

Gatan var malbikuð síðastliðið sumar og verður gengið frá gangstígum á komandi vori. Hitaveita er á staðnum sem og ljósleiðari.

Árneshverfið - grunnskólinn t.h.
Fimmtudagur, 7. March 2019

Skeiða- og Gnúpverjahreppur auglýsir starfs forstöðumanns þjónustustöðvar laust til umsóknar. Verkefni forstöðumanns

 • Umsjón og eftirlit með eignum sveitarfélagsins. Þar eru meðtaldar fasteignir,gatna- og veitukerfi auk landssvæða.
 • Umsjón framkvæmda
 • Umsjón Sorpþjónustu
 • Rekstur áhaldahúss
 • Umsjón vinnuskóla
 • Samskipti við verktaka
 • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við sveitarstjóra

Menntunar – og hæfniskröfur

Úr Þjórsárdal
Laugardagur, 2. March 2019

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 6. mars 2019  kl. 09:00. Dagskrá:

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.     Samþykkt um Skeiða- og Gnúpverjahrepp grein.40. Breyting. Seinni umræða.

2.     Húsnæðisáætlun Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 2019-2025.

3.     Fjárfestingaáætlun 2019. Viðauki- húsnæðiskaup.

4.     Úthlutun lóðar í Brautarholti.

5.     Samþykkt um búfjárhald- dýravelferð.

6.     Samþykkt um meðhöndlun úrgangs.

Malbikunarframkvæmdir í Hamragerði í Árneshverfi
Mánudagur, 11. febrúar 2019

Fréttabréfið er komið á vefinn LESA HÉR . Fréttir, auglýsingar og fleira.

Árnes

Pages