Allar fréttir

Fimmtudagur, 20. júní 2019

Umhverfisstofnun og Skeiða og Gnúpverjahreppur standa fyrir opnum fundi um friðlýsingu í Þjórsárdal í kvöld fimmtudaginn 20 júní kl 20:00. Hildur Vésteinsdóttir teymisstjóri friðlýsingamala hja Umhverfisstofnun heldur framsögu um verkefnið . Umhverfisstofnun og Skeiða og Gnúpverjahreppur

Mánudagur, 17. júní 2019

23. Fundur Sveitarstjórnar

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  19 júní, 2019 klukkan 09:00.

 

Dagskrá

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar

1. Heilsuefllandi samfélag

2. Hólabraut 5 beiðni um kaup lóðar

Fimmtudagur, 13. júní 2019

Sveitahátíðin ,, Upp í sveit " verður haldin 14- 17 júní næstkomandi. Þetta er hátíð íbúa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, ættingja þeirra sem og burtfluttra. Í boði verður ýmis konar afþreyging og leikir.

Við vonumst eftir góðri þátttöku íbúa og annarra.  

Meðal þes sem verður á boðstólnum er ratleikir, leikir og leiktæki í Brautarholti, hádegisverður í Bruatarholti með góðgæti frá Krongrís. Morgunverður í Árnesi, Brokk og skokk, handverk og hám, Bjrtmar Guðlaugsson, hljómsvieitin Slow Train. Fjósheimsókn og brekkusöngur. 

Fimmtudagur, 13. júní 2019

Fréttabréf júní 2019 er komið út. Því verður dreift á öll heimili í sveitarfélaginu ekki síðar en föstudaginn 14. júní.

Að vanda er af nægu að taka í fréttabréfinu. Lesið og njótið.

Fréttabréfið má nálgast hér

Miðvikudagur, 5. júní 2019

Opnum fundi um vegamál í Árnesi er frestað til þriðjudags 25. Júní kl 20:00.

 

Þriðjudagur, 4. júní 2019

Vodafone þarf að framkvæma aðgerðir í Bruatarholti og taka þeir af netsamband í ca 10 mínutur miðvikudag 5. júní kl 8:30 til ca 8:40.

Mánudagur, 3. júní 2019

22. Fundur Sveitarstjórnar

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  5 júní, 2019 klukkan 09:00.

 

Dagskrá

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar

Mánudagur, 27. maí 2019

Hreinsunarátak verður í sveitarfélaginu frá 1 – 17. júní næstkomandi.

Snyrtimennska er stór þáttur í vellíðan íbúa og gesta sem ber að garði. Fegrun umhverfis er víð eitt af föstum liðum vorsins.

Almennt er umhverfið hér í Skeiða- og Gnúpverjahreppi til sóma. En alltaf má gera gott enn betra.

Íbúar, fyrirtæki, sumarbústaðaeigendur og aðrir eru hvattir til að leggja átakinu lið.

Á þessu tímabili. 1- 17 júní, verður engin gjaldtaka fyrir sorp/úrgang á gámsvæðunum í Brautarholti og við Árnes. Auk þess verður opnunartími aukinn.

Laugardagur, 25. maí 2019

 

Grunnskólakennari í Þjórsárskóla

í  Þjórsárskóla er laus 100% staða umsjónarkennara á yngra stigi

Meðal kennslugreina : Heimilisfræði í 1-7 bekk.

 

Umsóknarfrestur til og með 5. júní 2019.

Nánari upplýsingar veitir Bolette Höeg Koch skólastjóri sími 895 9660

netfang : bolette@thjorsarskoli.is

Laugardagur, 25. maí 2019

Skólaakstur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Óskað er eftir verktaka í skólaakstur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Skólaárin 2019-2020 og 2020-2021.

Um er að ræða akstursleið í dreifbýli frá bæjum af efri hluta Skeiðasvæðis fremri hluta Gnúpverjasvæðis að Þjórsárskóla. Ekið er að morgni og heim aftur síðdegis á starfstíma skólans. Auk þess tekur verktaki að sér annan tilfallandi akstur í tengslum við skóla eða tómstundastörf.

Gert ráð fyrir allt að 17 farþegum með fyrirvara um að fjöldi geti breyst.

Pages