Allar fréttir

Fimmtudagur, 2. júlí 2020

Skrifstofa Skeiða- og Gnúpverjahrepps verður lokuð frá og með 6. júlí til og með 24. júlí  vegna sumarleyfa. Opnað verður aftur mánudaginn 27. júlí. kl. 09:00. Sími í Áhaldahúsinu er 893-4426 Björn Axel,  netfang: bjorn@skeidgnup.is -  Bókanir í fjallaskálana Gljúfurleit, Bjarnalækjarbotna og Tjarnarver eru teknar á netfangið fjallaskalar@skeidgnup.is

Þriðjudagur, 30. júní 2020

Starf fulltrúa á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps er laust til umsóknar. Starfshlutfall er 50%
Starfssvið

  • Skjalavarsla
  • Umsjón með heimasíðu sveitarfélagsins
  • Greiðsla reikninga
  • Upplýsingagjöf til íbúa og annarra viðskiptavina
  • Símsvörun
  • Önnur tilfallandi verkefni 

Hæfniskröfur og menntun:

Stjórnsýslan er í Félagasheimilinu Árnesi
Sunnudagur, 28. júní 2020

Árnesi, 28 júní, 2020

43. sveitarstjórnarfundur

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  1 júlí, 2020 klukkan 16:00.

 

Dagskrá

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu

Laugardagur, 20. júní 2020

Kjörfundur vegna forsetakosninga fer fram laugardaginn 27. júní 2020.

Kosið verður í Félagsheimilinu Árnesi.
Kjörfundur hefst kl 10.00 og stendur til k. 20.00.
Kjósendur eru minntir á að hafa meðferðis persónuskilríki með mynd og framvísa ef óskað er.

Háifoss og Granni í Þjórsardal (Mynd ótengd frétt.)Ljósm. khg
Föstudagur, 19. júní 2020

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL GRÍMSNES- OG GRAFNINGSHREPPI OG SKEIÐA-OG GNÚPVERJAHREPPIDEILISKIPULAGSMÁL  - SAMKVÆMT 41.GR. SKIPULAGSLAGA NR. 123/2010 ERU HÉR AUGLÝSTAR TILLÖGUR AÐ EFTIRFARANDI DEILISKIPULAGSÁÆTLUNUM AUK BREYTINGAR Á DEILISKIPULAGI Á GRUNDVELLI 1. MGR. 43. GR SÖMU LAGA:Kringla 4 L227914 – Frístundabyggð – Deiliskipulag 

Fimmtudagur, 18. júní 2020

Laust eru til umsóknar hlutastarf,  grunnskólakennara í þjórsárskóla. Um er að ræða  4 kennslustundir á viku í náttúrurfræði. Við leitum að metnaðarfullum, sjálfstæðum og áhugasömum grunnskólakennara. Góð hæfni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg. Staðan er laus frá 1. ágúst 2020. Umsóknarfrestur til 30. júní 2020.

Nanari upplýsingar veitir Bolette Høeg Koch skólastjóri á netfangið bolette@thjorsarskoli.is

 

Þjórsárskóli er Grænfánaskóli
Miðvikudagur, 17. júní 2020

Hátíðarhöld í Árnesi 17. júní 2020
Kl. 14.00 – koddaslagur og sprell í Neslaug.

Kl. 15.00 – hátíðardagskrá í félagsheimilinu Árnesi (ath. breytt tímasetning frá áður auglýstri dagskrá). • Sr. Óskar H. Óskarsson flytur hugvekju • Ávarp fjallkonu • Tónlistaratriði • Hátíðarræða • Hátíðarkaffi í boði sveitarfélagsins. Pizzavagninn  verður við Árnes  og allir sem vilja geta borðað pizzuna sína inni í flísasal  og dúndrandi  Diskó fyrir börnin í Árnesi frá kl. 18 - 20.  Ókeypis aðgangur! Góða skemmtun!

Gleðilega þjóðhátíð Menningar- og æskulýðsnefnd

Háifoss í Þjórsárdal
Sunnudagur, 14. júní 2020

Sylvía Karen Heimisdóttir hefur verið ráðin aðalbókari og launafulltrúi hjá Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Hún hefur þegar hafið störf. Sylvía er viðskiptalögfræðingur að mennt með framhaldsmenntun í alþjóðaviðskiptum. Hún hefur auk þess lokið námi sem viðurkenndur bókari. Síðastliðin 13 ár hefur Sylvía starfað í höfuðstöðvum Íslandsbanka. Sylvía tekur við starfinu af Þuríði Jónsdóttur sem brátt lætur af störfum eftir 25 ár í starfinu. Við bjóðum Sylvíu Karen velkomna til starfa og væntum góðs af hennar störfum.   Sveitarstjóri

Skrifstofur sveitarfélgasins eru í Árnesi
Föstudagur, 12. júní 2020

Kjörskrá fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp vegna forsetakosninga sem munu fara fram 27. júní næstkomandi liggur frammi, almenningi til sýnis á opnunartíma skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi  frá og með 16. júní nk. til og með 26. júní. 

Opnunartími skrifstofu: 09 -12 og 13 - 15 mánudaga til fummtudaga  og 09 - 12 föstudaga.

Á upplýsingavef Innanríkisráðuneytisins www.kosning.is má finna hagnýtar upplýsingar um framkvæmd kosninganna.

                       Sveitarstjóri, Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

 

Félagsheimilið Árnes
Fimmtudagur, 11. júní 2020

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps í Árnesi  10 júní, 2020 klukkan 16:00.

Dagskrá:

1. Ársreikningur 2019 síðari umræða

2. Útboð vikurnámur  við Búrfell frestur til 15.06.2020

3. Minjastofnun bréf  um skipulag um Stöng Þjórsárdal 

4. Aðalfundarboð Lánsjóðs sveitarfélaga  þann 12. júní 2020

5. Upp í sveit 2020 

6. 196. fundur Skipulagsnefndar

7. 11. fundur Menn og æsk. 21.02.2020

8. Samingur um Skeiðalaug sumar - haust 2020

Regnbogi yfir Skaftholtsfjalli

Pages