Fjallaskálar

Fjallaskálar

 

Sumarið 2021 hefur verið samið við Gylfa Sigríðarson s. 8691118 og Hrönn Jónsdóttur s.8481426 bændur í Háholti um rekstur skálanna Gljúfurleit, Bjarnalækjabotna og Tjarnavers. Pantanir mega enn berast á netfangið fjallaskalar@skeidgnup.is en einnig má hafa samband við þau beint ef einhverjar spurningar vakna. 

 

Gjaldskrá  í skála á Gnúpverjaafrétti 2021

Gisting pr mann  í Gljúfurleit  kr. 3.500,-

Bjarnalækjarbotnar nóttin  kr. 2.500,-

Tjarnarver nóttin kr. 5000,-

Hey:

1 rúlla f. ca 30  hesta Glúfurleit og Bjarnalækjarbotnar  25.000,- m/vsk.rúllan 

1 rúlla f. ca 30  hesta Tjarnarver  33.000,- m/vsk rúllan

 

Fjallaskálar eru sex á afréttunum. Afréttarmálafélag Flóa- og Skeiðamanna á tvo þeirra  Klett og Hallarmúla en Skeiða- og Gnúpverjahreppur aðra.

 

Gljúfurleit, á hjöllum, skammt neðan Gljúfurleitarfossins í Þjórsá. 

Þar eru 25 svefnpláss - mataráhöld fyrir 25 manns, gaseldavél m/ bakarofni á staðnum. Gasofn og steinolíuofn. Gas á ávallt að vera  í húsinu ( látið vita ef svo er ekki.)   Vatnssalerni er inn í húsi (án pappírs.) Hesthús áfast skálanum - ekki mjög stórt.  

Pantanir teknar í síma 8691118 (Gylfi) eða á netfangið fjallaskalar@skeidgnup.is

 

Bjarnalækjarbotnar framan Fjórðungssands.

Ný uppgert að hluta og skemmtilegt hús. Gisting fyrir 14 manns.  Gasofn til hitunar m/gasi.  2500,- pr. nótt 

Gashellur til eldunar, vatn í læk fyrir utan, salerni m/ gamla laginu ( útikamar)  án pappírs. 

Pantanir teknar í síma 8691118(Gylfi)  eða á netfangið fjallaskalar@skeidgnup.is

 

Tjarnarver innan Fjórðungsands 

Nýtt og glæsilegt hús hefur verið tekið í notkun í Tjarnarveri.  Gashitun og gashellur til eldunar. Skálinn tekur  16 manns í rúm en hægt er að sofa í hesthúsi við góðar veðurfarslegar aðstæður. Ekki vatn nálægt húsinu, salerni m/ gamla laginu (útikamar) án pappírs. 

Pantanir teknar í síma 8691118 eða á netfangið fjallaskalar@skeidgnup.is

 

Hólaskógur er í eigu sveitarfélagsins og er stærstur skálanna á Gnúpverjaafrétti. Hann er staðsettur neðan Fossheiðar, miðja vegu á Hafinu, sem kallað er, og liggur á milli Búrfells og Sandafells. Tekur um 60 manns. Þar er rafmagn, heitt og kalt vatn, sturtur og hesthús.

Hólaskógur er  leigður út til ferðaþjónustuaðila,  Rauðukambar ehf    www.holaskogur.is      bókanir:   magnusorri@gestur.is  eða gudrun@tryggvadottir.com  841- 1700 eða 8635490

 

Ari B. Thorarensen tekur bókanir í  Klett og Hallarmúla  á netfangið arith@simnet.is   eða í síma 898-9130

 

Gjaldskrá í skála á Skeiða- og Flóamannaafrétti

Gisting pr mann  nóttin  í Kletti   kr. 3.500,- 

Gisting pr. mann nóttin í Hallarmúla   kr. 2.500,-

Girðingargjald pr hest á báðum stöðum kr. 150,- 

Hey verður fók að koma með  sjálft og heyið verður að kaupa á sama sauðfjárveikivarnarsvæði og fjallaskálarnir eru.

Úlfhéðinn Sigurmundsson í Haga 2  hefur selt hey. 

Hafið einnig samband við Ara Thorarensen í sambandi við heykaup -   arith@simnet.is

 

Hallarmúli er vestastur, ofan Skáldabúða í eigu Afréttamálafélags Flóa og Skeiðamanna.  þar er kalt rennandi vatn inn í húsi og vatnssalerni (án pappírs.) 

Gistipláss fyrir 20 manns, og gasofn og gas á ávallt að vera þar til ( látið vita ef svo er ekki) eldunarbúnaður er ekki  í húsinu en vaskur er inni, 2.500,-nóttin. pr mann.  og 150 pr hest.

Fólk er beðið að fara ekki með hey af öðrum svæðum vegna sauðfjárveikivarna. Úlfhéðinn Sigurmundsson í Haga 2 selur hey en líka er hægt að hafa samband við Ara B. Thorarensen arith@simnet.is

 Ari B. Thorarensen tekur við bókunum.  arith@simnet.is  898-9130

 

Klettur er vestan og innan Reykholts einnig í eigu Afréttarmálafélags Flóa- og Skeiðamanna.

Rennandi kalt vatn í húsi, vatnssalerni (án pappírs) aðeins frá húsi -  sólpallur, borð og bekkir úti.  Gistipláss er fyrir 20 manns, gaseldavél m/ fjórum hellum / brauðrist,  vaskur  inni og úti.   3.500,-nóttin. pr mann.  150, pr hest.

Fólk er beðið að hafa í huga að ekki má fara með hey þangað af hvaða svæði sem er vegna sauðfjárveikivarna. Úlfhéðinn Sigurmundsson í Haga 2 selur hey  til Klettsfara  og líka er hægt að hafa  samband við Ara B. Thorarensen arith@simnet.is

 

Ari B. Thorarensen tekur við bókunum.  arith@simnet.is  898-9130

 

Að Kletti, Hallarmúla, Hólaskógi og Gljúfurleit er vegur, þokkalegur fyrir fjórhjóladrifs  farartæki.

 Að Bjarnalækjarbotnum  og  Tjarnarveri er  vegur mjög seinfarinn og krefst góðra jeppa.

 

 

 

 

 

 


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.