Fjarskiptafélag

Fjarskiptafélag Skeiða og Gnúpverjahrepps

Snemma árs 2012 samþykkti þáverandi sveitarstjórn að hefja vinnu við lagningu ljósleiðara í sveitarfélaginu. Var öllum íbúum sveitarfélagsins boðin tenging við ljósleiðara endurgjaldslaust og eigendum atvinnuhúsnæðis og sumarhúsa boðin tenging á kostnaðarverði við tengingu frá stofnæð. Til að sjá um viðhald og rekstur ljósleiðarans var stofnað svokallað B- hluta félag innan sveitarfélagsins: Fjarskiptafélag Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 

Stjórn félagsins er sú sama og sveitarstjórn hverju sinni.

Björgvin Skafti Bjarnason

O

Oddviti

oddviti@skeidgnup.is

Einar Bjarnason

O

Aðalmaður

einar@skeidgnup.is

Matthías Bjarnason 

O

Aðalmaður

matthias@skeidgnup.is

Anna Sigríður Valdimarsdóttir

G

Aðalmaður

annasigga@skeidgnup.is

Ingvar Hjálmarsson

A

Aðalmaður

ingvar@skeidgnup.is

 

 

 

 

 

Breyting var gerð á gjaldskrá Fjarskiptafélagsins á stjórnarfundi þann 5.maí 2021 og tekur eftirfarandi breyting gildi 01.07.2021

Mánaðargjald:  3.300 kr. m/vsk. (Hækkun um 7%)

Tengigjald: 15.000 kr. m/vsk. (Hækkun um 25%.)

Inntökugjald: 450.000 kr. m/vsk. fyrir allt  að 300 metrum. Kostnaðarverð umfram 300 metra.

Inntökugjald í þéttbýli:  250.000 kr. m/vsk.

 

Umsóknareyðublað um tengingu við ljósleiðarann má finna hér  


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.