Húsnæðisbætur

Almennar upplýsingar um húsaleigubætur  

husbot.is

Velferðarráðuneyti

Markmið laga um húsaleigubætur er að lækka húsnæðiskostnað tekjulágra leigjenda og að draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaðnum. Umsókn um húsnæðisbætur þarf að skila inn rafrænt í gegnum "mínar síður" á island.is

Reiknivél fyrir húsaleigubætur

Þurfi fólk á upplýsingum að halda um rétt sinn til húsnæðisbóta eða annað sem tengist greiðslu húsaleigubóta er því bent á að skoða heimasíðu Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar sem sér um greiðslu húsnæðisbóta.

Samráðsnefnd um húsaleigubætur

Í tengslum við lögin er starfandi þriggja manna samráðsnefnd sem skal fylgjast með framkvæmd laga og reglugerða um húsaleigubætur. Hlutverk samráðsnefndar er að vera samráðsvettvangur ráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um lög og reglugerðir um húsaleigubætur, og fylgjast með framkvæmd og þróun húsaleigubótakerfisins. Nefndin skal fjalla um tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum um húsaleigubætur, meta kostnað slíkra breytinga og önnur áhrif. Einnig skal samráðsnefnd miðla upplýsingum til sveitarfélaga

Samráðsnefnd og Jöfnunarsjóður sveitarfélaga safna upplýsingum um húsaleigubætur árlega. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga greiðir framlög til sveitarfélaga vegna greiðslu þeirra á húsaleigubótum samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997, með síðari breytingum, og reglugerð um húsaleigubætur.


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.