Leikskólinn Leikholt

Leikskóladagatal 2021-2022

leikholt

 

 Leikholt er leikskóli staðsettur í Brautarholti , 801 Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Brautarholt er lítill byggðarkjarni staðsettur mitt á milli Selfoss og Flúða og tilheyrir Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Brautarholt er oft þekkt fyrir tjaldsvæðið sitt á sumrin og sundlaugina sína Skeiðalaug.

Leikholt hefur verið eins til tveggja deilda leikskóli þar til haustið 2020 breytu þeir skipulaginu í þrjár deildir. Þær deildir heita Hekla, Vörðufell og Hestfjall eftir fjöllunum í kringum okkur. Hekla er með börn á aldrinum eins árs til tveggja ára, Hestfjall með börn tveggja ára til 4ra ára og Vörðufell með elstu börnin 4ra ára til sex ára. 

Flestar upplýsingar um leikskólann má finna hér á þessari síðu og með því að hafa samband við leikskólann í gegnum tölvupóst eða síma. Leikskólinn er ekki með aðra heimasíðu en þessa en leikskólinn er með lokaða síðu á facebook fyrir foreldra og starfsmenn leikskólans þar sem settar eru myndir og myndbönd úr starfinu og allar tilkynningar (einnig sendar í tölvupósti.)

Til að hafa samband við leikskólann er hægt að senda tölvupóst á netfangið leikholt@leikholt.is og Elín Anna Lárusdóttir leikskólastjóri mun svara ykkur. Einnig er hægt að hringja í símanúmerið 486-5586 eða 895-2995.

Hér er hægt að sækja um leikskólavist: Umsókn um leikskólavist - rafræn 

Skólaárið 2015-2016 voru 20-24 börn sem stunduðu nám í leikskólanum Leikholti. 

Skólaárið 2016-2017 voru 21-36 börn.

Skólaárið 2017-2018 voru 27-31 barn.

Skólaáríð 2018-2019 voru 26-31 barn.

Skólaárið 2019-2020 voru 35-37 börn.

Skólaárið 2020-2021 eru 34-37 börn

Skólaárið 2021-2022 voru 35-44 börn að stunda nám í leikskólanum Leikholti. 

Leikskólinn er fyrsta skólastigið.

Einkunnarorð Leikholts eru: Gleði, vinsemd og virðing

Leikholt er lítill leikskóli í stóru húsnæði með stórt hjarta. Húsnæðið sem leikskólinn er í,  er samnýtt, en í leikskólanum er matsalur sem hægt er að opna í stóran íþróttasal. 

Þar sem húsnæðið er mjög stórt erum við afar heppin að geta dreift okkur vel um húsið og skipt börnunum í þægilega litla hópa, það má segja að það sé okkar sérstaða og sé hér auðvelt að hugsa um einstaklinginn.

Leikskólinn Leikholt er mjög ríkur af faglegu og hæfileikaríku starfsfólki. Hér ríkir mjög góður starfsandi bæði hjá fullorðnum og börnum. Í leikskólanum Leikholti er lagður mikill metnaður í að vinna gott og faglegt starf með leikskólabörnum.

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.