Um sveitarfélagið

Nútímavædd sveit með náttúruperlum

Hreppurinn liggur austast  í Árnessýslu, ofanverðri, með Hofsjökul í norðri, Flóa í suðri, Þjórsá í austri og Stóru-Laxá og Hvítá í vestri. Atvinnuvegir eru landbúnaður, menntunar- og uppeldisstörf, auk iðn- og verslunarstarfa og ferðaþjónusta fer vaxandi. Náttúrufegurð er mikil og eru nokkrir þekktir staðir í hreppnum eins og Háifoss, Hjálparfoss, Þjórsárdalur, Stöng,  Gjáin, Gaukshöfði og Vörðufell. Í hreppnum er félagslíf og mannlíf, blómlegt.  Tvær kirkjusóknir eru í sveitarfélaginu. Ólafsvallasókn og Stóra-Núpssókn. 

Skrifstofan sveitarafélagsins er staðsett í Árnesi og er opin  mánud-fimmtud kl. 9-12 og 13-14 og föstud. 9-12.   www.skeidgnup.is  er heimasíða sveitarfélgsins

Kortasjáin gefur gott yfirlit yfir sveitarfélagið úr lofti og nota má hana til skipulagsvinnu.

Kortasjá

Göngukort Þjórsárdalur

Lausar lóðir

Í þéttbýliskjörnunum við Brautarholt og Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur verið úthlutað allnokkrum lóðum að undanförnu auk smábýlalóða við svokallað Nautavað, sem er sunnan við Árnes.

Götur í Árnesi eru malbikaðar. Hitaveita og ljósleiðaratengingar eru aðgengilegar. Í hverfinu er grunnskóli, sundlaug, verslun og samkomuhús. Leikskóli er í 13 km fjarlægð, í Brautarholti.

 

Íbúafjöldi í Árneshverfinu er um 50 manns. Í sveitarfélaginu búa rúmlega 600 manns.  Möguleiki er einnig á iðnaðarlóðum við jaðar hverfisins.

Lóðargjöldum er stillt mjög í hóf. Miðað við 200 fermetra hús ca 1.6 mkr. Fyrir utan tengingar við heitt og kalt vatn, ljósleiðara og  rafmagn.

Selfoss er í um  40 km fjarlægð  og Flúðir  í um 20 km fjarlægð.  Reykjavík er í um 100 km fjarlægð.

Grunnskóli sveitarfélagsins er staðsettur í hverfinu, ásamt sundlaug, félagsheimili og skrifstofu sveitarfélagsins. Matvöruverslun, tjaldsvæði og veitingastaðurinn Brytinn í Félagsheimilinu. 

Í Brautarholtshverfi eru ekki lausar lóðir sem stendur en búið er að skipuleggja allnokkra fjölgun á lóðum þar.  Í Brautarholti er starfræktur leikskóli sveitarfélagsins, þar er einnig sundlaug og gistiþjónusta. Vegalengd að Selfossi er um 26 km og um 20 km að Flúðum.

Aðrar upplýsingar

Ljósleiðari hefur verið lagður um allt sveitarfélagið og greiðir sveitarfélagið inntökugjald hans niður um 150.000 kr. pr tengingu. Hitaveita er aðgengileg um mest allt sveitarfélagið.  Lagningu bundins slitlags á götur og gangstéttar lauk að mestu í Árnes- og Brautarholtshverfum  lauk sumarið 2019. Í Brautarholti var byggð fullkomin skólphreinsistöð árið 2017.

Leikskóli sveitarfélagsins er Leikholt í Brautarholti. Þar komast börn í sveitarfélaginu í vistun frá 1 árs aldri og er leikskólagjöldum stillt mjög í hóf.

Þjórsárskóli í Árnesi er grunnskóli frá 1. - 7. bekk. Nememdur koma með skólabílum og fá morgunhressingu og hádegisverð í skólanum á kostnaðarverði. Einnig er skólavistun í boði fyrir yngri bekki.

Flúðaskóli á Flúðum er grunnskóli frá 1. - 10 bekk. Nemendum í 8- 10. bekk  úr Skeiða- og Gnúpverjahreppi er ekið þangað daglega ( 20 km.) og er hádegisverður í skólanum.

Öflugt mannlíf er í sveitarfélaginu, fögur náttúra og góðar samgöngur.  

Tvær sundlaugar eru í sveitarfélaginu. Skeiðalaug 16 3/4 m löng með gufubaði og heitum potti  í Brautarholti og Neslaug, áttstrend laug 12,5 m  að lengd með heitum potti í byggðakjarna í Árnesi. Auk þess er vel útbúið tjaldsvæði með rafmagni í Árnesi. Þá er tjaldsvæði á Sandártungu í Þjórsárdal  -  en þar er ekki rafmagn.

Sveitarfélagið greiðir tómstundastyrk fyrir hvert barn til foreldra þeirra á aldrinum 6 -18 ára að upphæð. kr.80.000,- á ársgrundvelli árið 2021 gegn framvísun kvittana frá viðurkenndum aðilum er sjá um íþrótta - og tómstastarf.

Nánari upplýsingar veitir skrifstofa Skeiða og Gnúpverjahrepps í síma 486-6100 netfang skeidgnup@skeidgnup.is


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.