Umhverfismál

 

 Umhverfisnefnd Skeiða og Gnúpverjahrepps   2014-2018:

Sigþrúður Jónsdóttir aðalmaður gibba@pax.is
Anna María Flygenring formaður annaflyg@hotmail.com
Páll Ingi Árnason aðalmaður pallileiti@isl.is

Varamenn:

Jóhannes Eggertsson varamaður joi@skeidgnup.is
Bolette Hoeg Koch varamaður bolette@thjorsarskoli.is
Oddur Guðni Bjarnason varamaður oddur@skeidgnup.is

 

Frá Umhverfisnefnd í júní 2015

Mikilvægi góðrar flokkunar á hráefni.

Dregið hefur úr flokkun á sorpi í sveitarfélaginu síðustu misseri.Þetta veldur auknum kostnaði sveitarfélagsins vegna aukinnar urðunar. Allt sem fer í gráu tunnuna er urðað. Plast, pappír og málmar eiga heima í grænu tunnunni og fer áfram í endurvinnslu. Sorp er hráefni.

Aðdáunarvert var hve fólk stóð sig vel í flokkun þegar þetta flokkunarkerfi var tekið upp og enn er víða vel að verki staðið en betur má ef duga skal.

Sveitungar eru nú á vordögum hvattir til að hreinsa til í kringum híbýli sín og útihús og sérstaklega er þörf á að hirða plast af víðavangi og af girðingum eftir tíða storma vetrarins. Hrein og falleg ásýnd sveitarinnar er mikilvæg bæði fyrir íbúa og gesti. Snyrtimennska er þáttur í vellíðan íbúa og ímynd sveitarfélagsins.

Umhverfisverðlaun Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2015 verða afhent um landnámshelgina 20.-21. júní.

 


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.