Sveitarfélagið

Sólarlag

Kosning um nafn á sveitarfélagið verður þann 9. janúar í Bókahúsinu Brautarholti. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 18:00. Hafið skilríki tiltæk á kjörstað.

Laugardagur, 9. janúar 2016 - 10:00 to 18:00
Sólin lágt á lofti í Skeiða og Gnúpverjahreppi

Vetrarsólstöður eru nú 22. desember. Sólstöður eða sólhvörf er sú stund þegar sól fer lengst frá miðbaug himins til norðurs eða suðurs. Sólstöður eru tvisvar á ári, sumarsólstöður á tímabilinu 20.-22. júní, þegar sólargangurinn er lengstur og vetrarsólstöður 20.-23. desember, þegar hann er stystur. Breytileiki dagsetninganna stafar fyrst og fremst af hlaupársdögum. Nafnið sólstöður vísar til þess að sólin stendur kyrr, þ.e. hættir að hækka eða lækka á lofti. Frjálsa alfræðiritið Wikipedia.

Þriðjudagur, 22. desember 2015 - 0:15
Stóra-Núpskirkja

Aftansöngur  verður í Stóra- Núpskirkju kl. 16:30 á gamlársdag, 31. desember 2015.  Prestur:  sr. Óskar H. Óskarsson. Organisti:  Þorbjörg Jóhannsdóttir. Kirkjukórinn leiðir söng.

 

Fimmtudagur, 31. desember 2015 - 16:30
Í Þjórsárdalsskógi

Haldinn verður kynningarfundur um val á nafni á sveitarfélagið þann 30. nóvember kl. 20:30. í Árnesi. Oddviti og sveitarstjóri fara yfir  kosningaferlið og svara spurningum. Sömu reglur gilda í þessum kosningum og þegar kosið er til sveitarstjórnar. Allir  velkomnir.

Mánudagur, 30. nóvember 2015 - 20:30
Ólafsvallakirkja

Hátíðarmessa verður í Ólafsvallakirkju á jóladag kl. 14:00. sr. Óskar H. Óskarsson, sóknarprestur prédikar. Organisti er Þorbjörg Jóhannsdóttir. Kirkjukór Ólafsvallakirkju syngur.

Föstudagur, 25. desember 2015 - 14:00
Stóra-Núpskirkja

Guðsþjónusta í Stóra-Núpskirkju á aðfangadagskvöld kl. 23:00 Sóknarpresturinn sr. Óskar H. Óskarsson prédikar. Organisti  er Þorbjörg Jóhannsdóttir Kirkjukór Stóra-Núpskirkju syngur.

 

Fimmtudagur, 24. desember 2015 - 23:00
Aðventuhátíð 2013

Aðventukvöld verður haldið í Félagsheimilinu Brautarholti þann 29. nóvember kl. 20:00. Fermingarbörn og nemendur Þjórsárskóla taka þátt með upplestri og söng. Kirkjukórinn og sönghópurinn Tvennir tímar syngja einnig. Sóknarprestur flytur hugvekju.  Allir velkomnir

Sunnudagur, 29. nóvember 2015 - 20:00
Á Njáluslóðum - Hlíðarendi

Hvað með að heimsækja safn, setur eða sýningu og njóta þess sem þar er á boðstólum? Þekkir þú söfnin í þínu nágrenni? Þessa helgi höldum við Safnahelgi á Suðurlandi og bjóðum þér í heimsókn og taktu endilega með þér gesti. Safnahelgin stendur yfir helgina 31. október  -03. nóvember 2015.

Föstudagur, 30. október 2015 - 8:15 to Sunnudagur, 1. nóvember 2015 - 23:15
Fundarhamarinn

Næsti sveitarstjórnarfundur verður haldinn 04. nóvember í Árnesi  kl.14:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fimmtudaginn 29.10. 2015

 

Miðvikudagur, 4. nóvember 2015 - 14:00
Haustlitir við Rauðá í Þjórsárdal.

Fyrsti vetrardagur / Gormánuður byrjar.   Dagur Sameinuðuþjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar 24. október árið 1945 af 51 ríki sem öll vildu viðhalda friði með því að efla alþjóðlegt samstarf og öryggi í heiminum. Aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna hefur fjölgað mikið og eru þau nú 193 talsins

Laugardagur, 24. október 2015 (All day)

Pages


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.