Sveitarfélagið

Sólarlag að vetri

Konudagur. Góa byrjar. Góan er fimmti og næstsíðasti mánuður vetrar eftir gömlu íslensku tímatali. Hún tekur við af þorranum. Hún hefst á sunnudegi 18.- 24. febrúar og stendur þar til einmánuður tekur við.

Þriðjudagur, 9. febrúar 2016 - 11:30
Stóra-Núpskirkja  nóv. 2015

Messa í Stóra-Núpskirkju 7. feb. kl. 14:00 Hátíð í tilefni af útgáfu disks með sálmum sr. Valdimars Briem. Dagskrá í Árnesi eftir messu og kaffi

Sunnudagur, 7. febrúar 2016 - 14:00
Ólafsvallakrikja

Fjölskyldumessa í Ólafsvallakirkju sunnudaginn 24. janúar kl.11 Nemendur Þjórsárskóla taka virkan þátt. Sr. Óskar H. Óskarsson

Sunnudagur, 24. janúar 2016 - 11:00
Félagsheimilið Árnes

Bóndadagur - Þorrablót Gnúpverja verður haldið með hefðbundnun hætti í Árnesi fyrsta Þorradag, 22.1.2016.

Föstudagur, 22. janúar 2016 - 20:15
Sólarlag

Kosning um nafn á sveitarfélagið verður þann 9. janúar í Bókahúsinu Brautarholti. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 18:00. Hafið skilríki tiltæk á kjörstað.

Laugardagur, 9. janúar 2016 - 10:00 to 18:00
Sólin lágt á lofti í Skeiða og Gnúpverjahreppi

Vetrarsólstöður eru nú 22. desember. Sólstöður eða sólhvörf er sú stund þegar sól fer lengst frá miðbaug himins til norðurs eða suðurs. Sólstöður eru tvisvar á ári, sumarsólstöður á tímabilinu 20.-22. júní, þegar sólargangurinn er lengstur og vetrarsólstöður 20.-23. desember, þegar hann er stystur. Breytileiki dagsetninganna stafar fyrst og fremst af hlaupársdögum. Nafnið sólstöður vísar til þess að sólin stendur kyrr, þ.e. hættir að hækka eða lækka á lofti. Frjálsa alfræðiritið Wikipedia.

Þriðjudagur, 22. desember 2015 - 0:15
Stóra-Núpskirkja

Aftansöngur  verður í Stóra- Núpskirkju kl. 16:30 á gamlársdag, 31. desember 2015.  Prestur:  sr. Óskar H. Óskarsson. Organisti:  Þorbjörg Jóhannsdóttir. Kirkjukórinn leiðir söng.

 

Fimmtudagur, 31. desember 2015 - 16:30
Í Þjórsárdalsskógi

Haldinn verður kynningarfundur um val á nafni á sveitarfélagið þann 30. nóvember kl. 20:30. í Árnesi. Oddviti og sveitarstjóri fara yfir  kosningaferlið og svara spurningum. Sömu reglur gilda í þessum kosningum og þegar kosið er til sveitarstjórnar. Allir  velkomnir.

Mánudagur, 30. nóvember 2015 - 20:30
Ólafsvallakirkja

Hátíðarmessa verður í Ólafsvallakirkju á jóladag kl. 14:00. sr. Óskar H. Óskarsson, sóknarprestur prédikar. Organisti er Þorbjörg Jóhannsdóttir. Kirkjukór Ólafsvallakirkju syngur.

Föstudagur, 25. desember 2015 - 14:00
Stóra-Núpskirkja

Guðsþjónusta í Stóra-Núpskirkju á aðfangadagskvöld kl. 23:00 Sóknarpresturinn sr. Óskar H. Óskarsson prédikar. Organisti  er Þorbjörg Jóhannsdóttir Kirkjukór Stóra-Núpskirkju syngur.

 

Fimmtudagur, 24. desember 2015 - 23:00

Pages


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.