Sveitarfélagið

Grá hryssa í óskilum að Reykjum á Skeiðum

Þessi hryssa er ca 10 vetra, ekki verið á járnum í sumar og  mjög spök. Hefur verið í högum Reykja um þó nokkurn tíma. Eigandinn er beðinn um að ná í hana og getur hringt í síma 486-6100.  Hún gæti hafa verið fædd  brún, þar sem aðeins vottar fyrir litnum í faxi og tagli og hún er frekar nett.   

Þriðjudagur, 31. janúar 2017 - 11:15
Leikskólinn Leikholt
Þar sem Dagur leikskólans  2017  verður haldinn hátíðlegur í tíunda sinn  verður  dagurinn 
helgaður því góða starfi sem fram fer í leikskólum landsins og  dregið fram það sem hefur 
áunnist sl. ár t.d. með kynningarátakinu Framtíðarstarfið.  Tökum þátt.
Mánudagur, 6. febrúar 2017 - 8:00
 Björgunarsveitin verður með flugeldasýningu

Boðið upp á vöfflur með rjóma, kaffi og heitt súkkulaði í Árnesi eftir brennu. Flugeldasala frá 16:00 sama dag.

Föstudagur, 6. janúar 2017 - 20:30
Þrettándinn fyrir nokkrum árum

Brenna verður á gámasvæðinu við Árnes 6. jan. kl. 20:30! Björgunarsveitin Sigurgeir verður með  flotta flugelda sýningu um leið og sveitin þakkar viðskiptavinum sínum innilega fyrir stuðninginn á árinu! Boðið upp á vöfflur með rjóma, kaffi og heitt kakó  í Félagsheimilinu Árnesi eftir brennuna. Opin flugeldasala hjá Björgunasveitinni frá 16:00 sama dag. 

Föstudagur, 6. janúar 2017 - 20:30
Þrettándabrenna í Reykjavík

Kveikt verður í brennu á þrettándanum við Árnes kl. 20:30 (gámasvæðinu.) Flugeldsýning!

Miðvikudagur, 6. janúar 2016 - 20:30

Það verður haldin Þrettándabrenna á gámasvæðinu við Árneshverfi á Þrettándanum 6. janúar. Brennan hefst kl 20:30.  Allir velkomnir.  

Brennustjóri verður Jón í Réttarolti.

Flugeldasýning.

Sjáumst sem flest.

Sveitarstjóri

Mánudagur, 26. desember 2016 - 12:00

3. Fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 4 janúar næstkomandi og hest hann kl 14:00. Meðal dagsrkárliða verður heimsókn Kjartans Þorkelssonar lögreglustjóra á Suðurlandi

Sveitarstjóri 

Mánudagur, 26. desember 2016 - 11:45
Gjaldfrjáls leikskóli

 Myndband um lífið í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var gert og hægt að spila hér. Sjón er sögu ríkari.  Verið velkomin til búsetu hjá okkur. Góðir skólar eru í sveitarfélaginu, grunnskóli upp í 7. bekk og gjaldfrjáls leikskóli,  tvær sundlaugar, blómlegt mannlíf og mikil náttúrufegurð. Auglýsingastofan ArticProject   vann þessa auglýsingu fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp  en Atvinnu- og samgöngunefnd  og Menningar- og æskulýðsnefnd útveguðu leikendur og voru tengiliðir við fyrirtækið í vinnunni við gerð auglýsingarinnar.

Föstudagur, 18. nóvember 2016 - 11:45
Mynd óþekkt

Mánudaginn 14. nóvember næstkomandi kl 16:30 verður haldinn fundur um forvarnir í umferðaröryggismálum í félagsheimilinu Árnesi. Sérstök áhersla verður lögð á bílbeltanotkun. Framsögu hafa :

Gísli Níls Einarsson sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS- Vátryggingafélagi Íslands. 
Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi. 
Efni fundarins höfðar til allra. Sérstaklega þó til skólabarna, foreldra og skólabílstjóra.

Allir velkomnir.
Þjórsárskóli- Flúðaskóli- Skeiða- og Gnúpverjahreppur- Hrunamannahreppur.

Mánudagur, 14. nóvember 2016 - 16:30
Þjórsárskóli í Árnesi

Kjörfundur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi  vegna Alþingiskosninga þann 29. október 2016, fer fram í Þjórsárskóla. Kjörfundur hefst  kl 10.00 og og stendur til kl 21.00 Kjósendur eru minntir á að hafa persónuskilríki með mynd meðferðis, til að gera grein fyrir sér þegar þeir greiða  atkvæði.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Laugardagur, 29. október 2016 - 10:00 to 21:00

Pages


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.