Miðvikudagur, 24. febrúar 2021
Vegna jarðskjálfta á Reykjanesi og mögulegra áhrifa á Suðurlandi hefur Árnessýsla verið sett á hættustig.
Sérstaklega er verið að skoða svæði við Brennisteinsfjöll, þar hafa orðið stórir skjálftar á árum áður. Áhrifasvæði getur mögulega orðið allt að 50 km. Líkur eru á að framhald geti orðið á skjálftum á næstu dögum.
Nánar verður tilkynnt um málið á morgun.