Óveður í aðsigi í nótt og á morgun

Fimmtudagur, 13. febrúar 2020
Í febrúar 2018

 Veðurstofa Íslands hefur nú síðdegis 13. febrúar uppfært viðbúnaðarstig upp á Rautt

 

Vegna mjög slæmrar veðuspár hér á Suðurlandi hefur verið ákveðið að loka leikskólanum í Brautarholti og Þjórsárskóla á morgun, föstudaginn 14. febrúar. APPELSÍNUGUL VIÐVÖRUN verður í gildi á okkar svæði og því skulum við fara yfir og gæta að öllu lauslegu og jafnvel því sem okkur finnst vera öflugt og koma því í skjól fyrir austanáttinni. Hún getur verið strembin oft á tíðum eins og við þekkjum. Vonandi verður ekki rafmagnslaust en ...ef svo verður, þá er gott að hafa vasaljósin, höfuðljósin eða kertin við hendina.