Útleiga á fjallaskálanum í Hólaskógi

Miðvikudagur, 20. september 2017
Gamli leitamannakofinn í Hólaskógi

Skeiða – og Gnúpverjahreppur óskar eftir aðilum til að reka fjallaskálann í Hólaskógi á Gnúpverjaafrétti árið 2018 möguleiki er á framlengingu. Um er að ræða tveggja hæða hús í góðu ástandi, byggt úr timbri árið 1998.  Gistirými er fyrir allt að 60 manns. Flatarmál hússins er samtals 268,6 fermetrar eða 856 rúmmetrar. Það stendur á 2.500 fermetra lóð.

Nánari upplýsingar veitir Kristófer Tómasson sveitarstjóri í síma 486-6100 eða 861-7150 netfang. Umsóknum með greinargóðum upplýsingum um rekstrarhugmyndir berist á  skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps eða netfangið : kristofer@skeidgnup.is fyrir 20. september 2017.

Kristófer Tómasson sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps.