Útleiga á fjallaskálanum í Hólaskógi

Þriðjudagur, 9. ágúst 2016
Mynd óskyld auglýsingu. Úr Gjánni.

Skeiða – og Gnúpverjahreppur óskar eftir tilboðum í leigu á fjallaskálanum í Hólaskógi á Gnúpverjaafrétti. Leigutími 5 ár. Um er að ræða tveggja hæða hús í góðu ástandi, byggt úr timbri árið 1998. Gistirými er fyrir allt að 60 manns. Flatarmál hússins er samtals 268,6 fermetrar eða 856 rúmmetrar. Það stendur á 2.500 fermetra lóð. Húsið verður til sýnis eftir samkomulagi við sveitarstjóra. Tilboðum skal skila í lokuðu umslagi á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps, merkt Hólaskógur leiga fyrir 30 ágúst  nk. Gögn vegna málsins sem og nánari upplýsingar afhendir/veitir Kristófer Tómasson sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps í síma 486-6100 eða 861-7150 netfang kristofer@skeidgnup.is   

Meðfylgjandi er mynd af fjallaskálanum Hólaskógi.