17. júní í Skeiða og Gnúpverjahrepp

Föstudagur, 4. júní 2021
Íslenski fáninn

Hátíðardagskrá 17. júní verður að þessu sinni í Árnesi. Dagskráin hefst kl.12.30 með hinum hefðbundna koddaslag í Neslaug þar sem allir íbúar geta fengið að spreyta sig á drumbnum. Að loknum slag verður boðið uppá hátíðardagskrá í félagsheimilinu, fjallkonan verður á sínum stað, hátíðarræða og fleira skemmtilegt. Kaffiveitingar verða til sölu eftir hátíðardagskrána á sveitarfélagsafslætti. Vonumst til að sjá sem flesta!