Aðalfundur Landbótafélagas Gnúpverja 19. mars kl. 20:30

Fimmtudagur, 14. March 2019
Vetur við Þjórsárdalslaug

Aðalfundur Landbótafélags Gnúpverja verður haldinn þriðjudagskvöldið 19. Mars kl. 20.30 í Þjórsárskóla. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf auk þess sem fulltrúi frá Landgræðslu Ríkisins kynnir verkefnið GróLind, en það er verkefni sem ætlað er að skila með reglubundnum hætti heildarmati á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins.