Auglýst er eftir húsnæði fyrir Héraðsskjalasafn Árnesinga

Fimmtudagur, 8. apríl 2021
Héraðsskjalasafn Árnesinga

Héraðsnefnd Árnesinga bs. Óskar eftir tilboðum í verkið: Héraðsskjalasafn Árnesinga – húsnæði. Verkið felst í útvegun á framtíðarhúsnæði fyrir Héraðsskjalasafn Árnesinga. Um er að ræða um það bil 700m2 húsnæði miðsvæðis á Selfossi, nýtt eða notað sem þarf að henta sérstaklega þörfum héraðsskjalsafnsins samkvæmt nánari útlistun í útboðsgögnum.  Verklok eru á haustmánuðum árið 2022. Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með fimmtudeginum 8. apríl 2021. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Guðmund Hjaltason á skrifstofu Eflu á Suðurlandi með tölvupósti í netfangið gudmundur.hjaltason@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti. Tilboðum skal skila á skrifstofu Eflu að Austurvegi 1-5 á Selfossi fyrir kl. 11.00 fimmtudaginn 22. apríl 2021 og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Héraðsnefnd Árnesinga bs.