Beitarstykki til leigu

Fimmtudagur, 24. febrúar 2022
Folöld stinga saman nefjum - af vef BSSL

Nokkur beitarstykki í eigu sveitarfélagsins eru laus til leigu. Um er að ræða beitarstykki í grennd við Árnes, Flatir og Löngudælaholt. Stykkin eru misstór, frá u.þ.b. 2 - 6 ha. Frekari upplýsingar um stærðir, staðsetningu, ástand og leiguverð má nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 4. mars.