Breyttur opnunartími skrifstofu frá og með 1. nóvember 2020

Mánudagur, 26. október 2020
Félagsheimilið Árnes í október 2020

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ákvað á fundi sínum þann 21. okt. að breyta opnunartíma skrifstofu sveitarfélagsins frá og með 1. nóvember 2020. Meðf. er bókunin: Oddviti lagði fram tillögu að breytingu á opnunartíma skrifstofu sveitarfélagsins. Nýr opnunartími verði frá og með 1. nóvember frá kl 9:00–12:00 árdegis virka daga og frá kl 13:00-14:00 mánudaga til fimmtudaga. - Tillaga samþykkt samhljóða.