Miðvikudagur, 23. febrúar 2022

Nú verður hætt að boða börn 5-11 ára í Covid bólusetningar. Hægt verður að panta tíma í síma á þinni heilsugæslustöð. Bólusett verður með barnaskammti af bóluefni Pfizer. Hér mega mæta:
- Allir sem eru óbólusettir og orðnir 5 ára til og með 11 ára. Þeir þurfa að koma í fylgd með forráðamanni (eða þá einhverjum eldri en 18 ára og með umboð frá forráðamönnum).
- Þeir sem eiga eftir að fá skammt nr. 2. Það þurfa að líða a.m.k 3 vikur milli fyrri og seinni skammts.
- Ef barn nær 12 ára aldri á milli bólusetningaskammta þarf það að fá fullorðins bóluefni sem seinni skammt.
- Þau börn sem hafa fengið Covid-19 mega fá bólusetningu þremur mánuðum eftir veikindi.
Munið að skrá barnið ef um fyrstu bólusetningu er að ræða samkvæmt leiðbeiningum hér að neðan
Bólusetningarstaður:
Þingborg Flóahreppi