Enginn Gaukur í janúar

Föstudagur, 21. janúar 2022
Urriðafoss í Þjórsá

Sú erfiða ákvörðun var tekin, hér á skrifstofunni, að gefa ekki út Gauk fyrir janúarmánuð. Allnokkrar ástæður liggja þar að baki, aðallega er það vegna mikilla anna hér á skrifstofunni, en einnig spilar fréttaleysi inní, búið að aflýsa þorrablóti og almenn covid lægð yfir landinu. 

Það sem við erum helst að vinna í hér innanhúss þessa dagana er vinna við upphafsálagningu fasteignagjalda sem tekur dágóðan tíma og svo auðvitað vinna við að gera upp nýliðið ár. Við vonumst til að geta gefið út þéttan febrúar Gauk með fyrra fallinu og tilfallandi fréttir og auglýsingar sem ekki geta beðið fara auðvitað hingað á heimasíðuna og facebook síðu sveitarfélagsins.