Forvarnir í umferðarmálum 14. nóvember í Árnesi.

Fimmtudagur, 3. nóvember 2016
Félagsheimilið Árnes

Mánudaginn 14. nóvember næstkomandi kl 16:30 verður haldinn fundur um forvarnir í umferðaröryggismálum í félagsheimilinu Árnesi. Sérstök áhersla verður lögð á bílbeltanotkun

Framsögu hafa:

Gísli Níls Einarsson sérfræðingur í forvörnum hjá

VÍS- Vátryggingafélagi Íslands

Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi

Efni fundarins höfðar til allra. Sérstaklega þó til skólabarna, foreldra og skólabílstjóra.

Allir velkomnir.

Þjórsárskóli- Flúðaskóli- Skeiða- og Gnúpverjahreppur- Hrunamannahreppur.