Gaukurinn og skrifstofustarfsfólk sveitarfélagsins úr fríi

Miðvikudagur, 28. júlí 2021
Á bökkum Sandár

Á mánudaginn síðastliðinn opnaði skrifstofa sveitarfélagsins eftir þriggja vikna lokun v. sumarfría. Opnunartími skrifstofunnar er eins og áður 9-12 og 13-14 mánudaga - fimmtudaga og 9-12 á föstudögum. 

Stefnt er að útgáfu rafræna fréttabréfsins Gauksins í kringum 10. ágúst - ef fólk lumar á efni í Gaukinn má senda það á hronn@skeidgnup.is

Fyrsti fundur sveitarstjórnar eftir sumarfrí er áætlaður miðvikudaginn 11. ágúst nk. kl. 14