Gleði Gaukur upp í sveit

Föstudagur, 3. júní 2022
Hrossagaukur á staur

Þá er kominn út júní Gaukur, með dagskrá sumarhátíðarinnar Upp í sveit   sem framundan er dagana 17. - 19. júní. Þar má líka finna göngudagskrá sumarsins, smá um kirkjur, smá um hestamennsku og svo auðvitað eitthvað smá um ruslið eins og venjulega og margt fleira. Vegna hátíðarinnar verður Gauknum dreift á pappírsformi á öll heimili að þessu sinni svo allir geti smellt dagskrá Upp Í Sveit á ísskápinn hjá sér. Gauknum er svo auðvitað dreift um alla heimsbyggðina hér á internetinu og hann má finna hér.