Hertar sóttvarnaaðgerðir

Þriðjudagur, 23. March 2021
Eyþór að mála Skeiðalaug 2013

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum tóku í gildi hertar sóttvarnareglugerðir á miðnætti. Sundlaugarnar okkar eru því lokaðar, Grunnskólinn kominn í snemmbúið páskafrí, 7. bekkur sem var í skólabúðunum á Reykjum er á leiðinni heim og ýmsum viðburðum sem halda átti hér í Árnesi hefur verið aflýst eða frestað. Nákvæmar leiðbeiningar um þær reglur sem eru í gildi og hversu lengi þær gilda má finna hér.