Hugmyndasmiðja til atvinnuuppbyggingar í sveitarfélaginu

Miðvikudagur, 9. nóvember 2016
Þjórsárskóli

Langar þig að leggja þitt að mörkum til atvinnuuppbyggingar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi?Langar þig, eða einhver sem þú þekkir, að búa til atvinnutækifæri sem gera þér og þínum kleift að búa í sveitinni? Sérð þú ónýtt atvinnutækifæri í kringum þig sem þú vilt koma á framfæri? Gengur þú jafnvel með viðskiptahugmynd í maganum?

Ef svarið er já við einhverjum af þessum spurningum og jafnvel fleiri en einni skaltu koma á hugmyndasmiðju sem verður haldin í Þjórsárskóla laugardaginn 12. nóvember kl. 13 – 18.

Stjórn Gjálpar, félags um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá, stendur fyrir hugmyndasmiðju með það að markmiði að kveikja hugmyndir um nýsköpun og atvinnutækifæri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Stjórnin hefur fengið til sín sérfræðinga frá Íslenska ferðaklasanum og Nýsköpunarmiðstöð ásamt sérfræðingum í landbúnaði til hjálpa til með hugmyndasmiðjuna. Einnig hefur aðilum frá Steinsholti SF sem sjá um gerð aðalskipulags fyrir sveitina verið boðið að taka þátt, en hugmyndir um framtíðar atvinnuuppbyggingu eru mikilvægt innlegg í þá vinnu sem framundan er.

Að lokinni hugmyndasmiðjunni mun stjórn Gjálpar og SS bjóða þátttakendum upp á kjötsúpu.

Við í stjórn Gjálpar hlökkum mikið til og erum viss um að margar góðar hugmyndir um atvinnutækifæri kvikna.

Fylgist með frekari upplýsingum á Facebook síðu Gjálpar www.facebook.com/gjalp

 

Landstólpi styrkir þessa hugmyndasmiðju